laugardagur, mars 31, 2007

Notalegt laugardagskvöld..

tengdaforeldrarnir komu í heimsókn og færðu okkur frábæran saltlampa. Hann á víst að hafa góð áhrif á okkur... drukkum kaffi og spjölluðum ásamt því að skoða stórkostlegar ljósmyndir (í tölvu) teknar af tengdasyninum tilvonandi. Stórkostlegur ljósmyndari drengurinn! Ég set inn link á hann þegar síðan er tilbúin (mont). Hann er sem sagt ótrúlega klár ljósmyndari, kurteis og myndarlegur drengur (meira mont). Við hjónin erum bara sátt við hann (meira að segja pabbinn sem á þó erfitt með að stelpurnar hans séu að fullorðnast).

Á morgun er stefnan tekin á ,,dalinn" til að taka svolítið til og koma skrifstofunni í lag, svo hægt sé að byrja á bókhaldinu o.fl. Stefni á að opna veitingaskálann um mánaðarmótin apríl-maí,(á sama tíma verð ég að vinna að lokaverkefninu í skólanum), um að gera að nýta allan lausan tíma sem gefst á næstunni. Lítur út fyrir vinnusamt sumar hjá mér og jafnvel ívið meiri vinnu en það síðasta. (Já, mamma ég er búin að fá aðstoðarkonu í sumar þó ég sé enn að leita að nokkrum í afleysingar líka). Spennandi og lærdómsríkir tímar framundan - ekki laust við að ÉG hlakki til!