miðvikudagur, mars 28, 2007

Ótrúlegt en satt...

mér tókst ekki að hafa mig í að læra fyrir prófið sem var í morgun. Mér gekk samt ótrúlega vel og svaraði öllu - annað mál hvort svörin eru rétt.
Nú þarf ég bara að gera glærukynningu um Ingólfsfjall fyrir enskutímann á morgun og færa einn mánuð í tölvubókhaldi - Svo hefst páskafríið formlega á hádegi á morgun!
Þarf reyndar að mæta í skólann á mánudag eða þriðjudag í tölvubókhald vegna mikilla veikinda í vetur (misst marga tíma úr) og kennarinn er svo yndislegur að ætla að hjálpa mér (og öðrum) þessa daga til að vinna upp það sem tapaðist ... svo kannski hefst páskafríið ekki fyrr en eftir viku.
Í dag er sól og æðislegt veður - ég er bara komin í sumargírinn!

Aðeins vika í stelpukvöld með Ljúfu á Íslandi - ég er að fara á límingunum af tilhlökkun!