Frekar mikið um að vera...
þessa dagana. Síðasta vika og þessi hafa verið heldur klikkaðar. Það eru búnir að vera fundir og aðalfundur í golfinu, mæting á æfingu hjá LÖ, sinna stelpunum í Enjo, skólinn auðvitað og veikindi á heimilisfólki. Ég vona að ég fari að sjá fram úr verkefnunum (sem er lítil von) því það eru tvö próf á morgun og eitt í næstu viku. Svo á ég eftir að klára fundargerðir og félagatal fyrir golfið sem verður að vera klárt fyrir 15 mars. Er að vísu búin með Enjo verkefnin í bili. Skólaverkefnin hlaðast upp og svo á litla barnið mitt afmæli á laugardaginn og verður 7 ára! skil ekki hvað börnin mín eldast.
<< Home