föstudagur, febrúar 16, 2007

ertu þá farin, ertu þá farin frá mér...

Dagurinn fór að mestu í að læra verslunarrétt, leikæfingu, kaffidrykkju og pökkun. Já nú er ég til! Búin að fá sendar ferðaleiðbeiningar frá Ljúfu minni svo ég komist örugglega alla leið. Núna á ég bara eftir að skella mér í sturtu, leggja mig smástund og hendast svo af stað út á völl... fer í loftið 07:15. - Spurning hvort ég geti sofnað því mig hlakkar svo til að hitta Ljúfu og snillingana hennar!

Minni Kærustuna á að ég mun hugsa til hennar og vona að hún komist með næst (skal hafa aðeins meiri fyrirvara).
Frú Grú ég mun svo koma með umbeðið M&M "með kaffinu" (hennar orð, svo ég hlýt að fá kaffi ef hún fær M&M).