Forvitni eða hvað...?
Þegar börn byrja í skóla koma þau heim með verkefni og eiga að telja skó, glugga, hurðir og fleira á heimilinu. Næstu ár koma svona verkefni: segðu frá sumarfríi ÞÍNU, hvað gerðir ÞÚ í jólafríinu, hvað átt ÞÚ margar ömmur, marga afa og mörg systkini. Svona halda verkefnin áfram upp allan grunnskólann, ég hélt að þar væri staðar numið, en ónei ég er í MK og fékk verkefni þar sem ég átti að segja frá MÉR, uppvaxtarárum, fjölskyldu, atvinnu, áhugamálum ofl. Kemur kennurum þetta virkilega við? Allt eru þetta verkefni lögð fyrir í íslensku, ég spyr því: Eru íslensku kennarar svona sjúklega forvitnir eða er ekki hægt að kenna börnum og fullorðnum íslensku nema þeir skrifi um sjálfan sig?
<< Home