meira um ASNA...
í umferðinni, en þónokkrir voru á ferðinni á föstudaginn. Ég var sumsé á heimleið í snjóbyl og leiðindum við slæmt skyggni þegar einum asnanum datt það snjallræði í hug að stoppa á suðurlandsveginum. Hann sá eitthvað illa og ákvað að stoppa og bíða af sér veðrið (með bílinn staðsettan á miðjunni á tveimur akreinum). Auðvitað áttu þeir sem á eftir komu ekki von á því að hann stoppaði. Ég lenti sumsé aftan á einum bílnum. Hann var að vísu ekki asni, var þvílíkt snöggur út úr bílnum til að athuga hvort allt væri í lagi með mig (enda hann á upphækkuðum jeppa með krók og sá ekki á rassgatinu á honum). Ég komst að þeirri niðurstöðu að allt væri í lagi með mig og hélt áfram heim á leið, var svo orðin dofin í vinstri handlegg þegar þangað var komið og er enn að drepast í öxlinni og upp í hálsinn, þó dofinn fram í fingur hafi minnkað. Þarf því sennilega að heimsækja doktor á mánudag. Það hefði þó getað farið verr og þakka ég fyrir að hafa verið ein í bílnum en ekki með gullmolana mína innanborðs.
<< Home