þriðjudagur, janúar 02, 2007

þá er nýtt ár hafið með stæl...

á þessu heimili, eða þannig. Nýársdagur hófst reyndar ágætlega en endaði á því að strumparútan bilaði og þá meina ég bilaði! Er ekki komið á hreint en sennilega vélin eða tímareimin (ekki ódýr bilun það). Í dag vaknaði kellan svo með þetta líka æðislega kvef í nefi, augum og hálsi. Útlitið því enganveginn ferskt á nýju ári. Reddar mér alveg að tengdó var búin að láta mig hafa remedíur til að eiga ef einhver skildi veikjast... svo ég borða þær nú í stað matar sem ég hef enga lyst á. (bað karlinn að vísu um að koma heim með kínverskan)
Börnin byrja aftur í skólanum á morgun 3.jan en MK hefst á mánudag 8.jan. svo ég hef nokkra daga til að losa mig við kvefið.
En annars er allt gott að frétta af okkur, nýja árið leggst ágætlega í mig að öðru leyti og ég hlakka til komandi mánaða enda margt spennandi framundan sem ég segi kannski meira frá síðar...