Er að vakna aftur
eftir þriggja daga svefn... kannski ekki alveg en svona næstum því. Hef bara skottast um á náttfötunum og lesið bækur sem komu úr pökkum þetta árið. Eftir jólaboðahlaupin var það kærkomin hvíld. Við stefnum svo að því að vera heima hjá okkur á gamlárskvöld við mismikla hrifningu fjölskyldunnar.
Bækur sem ég er búin að lesa úr jólaflóðinu eru t.d. barna og unglingabækurnar: Ég er ekki dramadrottning sem var þokkaleg. Öðruvísi saga sem var allt í lagi en ekki nálæg eins góð og fyrri tvær í öðruvísi flokknum. Afi ullarsokkur stendur alltaf fyrir sínu, á svo eftir að lesa Fíusól og undan illgresinu.
Af fullorðinsbókum er ég búin með my best friend's girl eftir Dorothy Koomson sem er með betri bókum sem ég hef lesið... snilld. Ljúfa þú verður að kaupa þessa í næsta bókabúðarleiðangri (ég fékk hana í jólapakka en hún var keypt í bókabúðarleiðangir okkar í haust). Síðan er ég að lesa the devil wears prada.. hún lofar góðu. Gaddavír er ég svo búin að lesa en finnst hún ekki góð, var alltaf alveg að byrja einhvernveginn en var svo bara búin. Indjáninn fannst mér hins vegar mjög skemmtileg. Svo á ég eftir að lesa konungsbók og nokkrar aðrar en ætla eins og síðustu jól að sleppa því að lesa Eragon, það er bara ekki fyrir mig.
Nú er einn afinn kominn að ná í tvær dömur til að passa hundinn í kvöld því hann er ný kominn úr aðgerð (sko hundurinn) og settið að fara út að borða. Best að gefa honum kaffi áður en hann heldur yfir fjallið aftur.
Óska ykkur öllum gleðilegs árs og slysalaus áramót.
Bækur sem ég er búin að lesa úr jólaflóðinu eru t.d. barna og unglingabækurnar: Ég er ekki dramadrottning sem var þokkaleg. Öðruvísi saga sem var allt í lagi en ekki nálæg eins góð og fyrri tvær í öðruvísi flokknum. Afi ullarsokkur stendur alltaf fyrir sínu, á svo eftir að lesa Fíusól og undan illgresinu.
Af fullorðinsbókum er ég búin með my best friend's girl eftir Dorothy Koomson sem er með betri bókum sem ég hef lesið... snilld. Ljúfa þú verður að kaupa þessa í næsta bókabúðarleiðangri (ég fékk hana í jólapakka en hún var keypt í bókabúðarleiðangir okkar í haust). Síðan er ég að lesa the devil wears prada.. hún lofar góðu. Gaddavír er ég svo búin að lesa en finnst hún ekki góð, var alltaf alveg að byrja einhvernveginn en var svo bara búin. Indjáninn fannst mér hins vegar mjög skemmtileg. Svo á ég eftir að lesa konungsbók og nokkrar aðrar en ætla eins og síðustu jól að sleppa því að lesa Eragon, það er bara ekki fyrir mig.
Nú er einn afinn kominn að ná í tvær dömur til að passa hundinn í kvöld því hann er ný kominn úr aðgerð (sko hundurinn) og settið að fara út að borða. Best að gefa honum kaffi áður en hann heldur yfir fjallið aftur.
Óska ykkur öllum gleðilegs árs og slysalaus áramót.
<< Home