þriðjudagur, janúar 16, 2007

Furðulegur doktor...

sem ég heimsótti í dag. Hann leit ekki einu sinni á öxlina á mér, heldur sagði; já, þetta er hefðbundinn öryggisbeltaáverki. Þú þarft að taka bólgueyðandi og verkjalyf og hreyfa hendina vel. Ef það dugir ekki þarf sjúkraþjálfun. Svo skrifaði hann lyfseðil og kvaddi mig. Ég fór allavega til læknis, hefði þó bara átt að hringja og spara mér 700 krónur. Ekki það að ég sé eitthvað slösuð, bara smá aum í handleggnum og dofna stundum fram í puttana, sem getur verið svolítið pirrandi þegar ég vinn á tölvu allan daginn, en innsláttarvillum hefur enn ekki fjölgað svo ég get ekki verið mjög illa haldin.