laugardagur, janúar 20, 2007

Fékk alveg kostulegt boð áðan...

þegar ég skellti mér í frænkugallann og fór yfir í "næstugötu" að passa. Þegar ég kom inn var mér strax tilkynnt að foreldrarnir væru í sturtu og boðið að koma og sjá! Ég afþakkaði boðið og settist fyrir framan sjónvarpið.

Ég horfði á vondulagakeppnina áðan, úff, þvílík hörmung, held ég nenni ekki að horfa á þetta aftur- en hvað gerir maður ekki fyrir litlu frænku, sem beið spennt eftir Silvíu Nótt sem rétt glitti í. Olli miklum vonbrigðum að hún skildi ekki syngja! Ég verð að vera sammála frænkunni og bið nú bara um Silvíu Nótt aftur...