Ein á báti...
eða kannski ekki báti... Ég er barnlaus núna því tengdamamma sótti grísina áðan og ætlar að vera með þau um helgina... Ég er eiginmannslaus núna því karlinn er í Amsterdam (síðan á miðvikudag) og kemur heim annað kvöld... Ég er því ein heima í kvöld og á morgun! Það væri sjálfsagt hægt að gera margt skemmtilegt, djamma, fara í heimsóknir, bíó eða eitthvað bara... ég er hins vegar svo þreytt að ég held ég geri ekki neitt! - nema kannski kíkja í skólabækur - jibbí! stórkostleg helgi framundan.
ef ég ætti eina ósk myndi ég óska mér - einhvers sem kemur og tínir upp leikföng, skellir í þvottavélina, ryksugar gólfið, skúrar, þurrkar af, vaskar upp, skrúbbar og bónar allt hátt og lágt, eldar mat og bakar... viðkomandi mætti hafa flottan sixpakk, stinnan rass og taka sig vel út í svuntu einni fata!
ef ég ætti eina ósk myndi ég óska mér - einhvers sem kemur og tínir upp leikföng, skellir í þvottavélina, ryksugar gólfið, skúrar, þurrkar af, vaskar upp, skrúbbar og bónar allt hátt og lágt, eldar mat og bakar... viðkomandi mætti hafa flottan sixpakk, stinnan rass og taka sig vel út í svuntu einni fata!
<< Home