Ferðadagur...
í dag... við fórum í borg óttans og heimsóttum mömmu og tengdamömmu. Áttum mjög góðan dag, ótrúlega langt síðan við höfum heimsótt foreldrahús... vorum að skríða heim um miðnætti, því næst elsta dóttla fór í "smá bíltúr" með afa, í Staðarskála til að koma Helgu frænku áleiðis heim. Þegar heim var komið vildi sonurinn fá sína kvöldsögu þó hann gæti vart haldið augunum opnum - ég las því fyrir hann úr bókinni Sögur og ævintýri Astrid Lindgren, spurning hvort blessað barnið getur sofnað því sagan var um Maddit og Abba vin hennar, sem kynnir hana fyrir draugum. Augun lokuðust alla vega ekki á meðan lestrinum stóð eins og venja er!
Nú ætla ég að koma mér í háttinn svo ég geti vaknað til að elda páskamatinn, það væri verra ef tengdapabbi kæmi að öllum sofandi í kofanum... svo þarf páskakanínan auðvitað að komast að til að fela páskaeggin- eins gott að þvælast ekki fyrir henni, enda gengur hún mun betur um en Skyrgámur (sem skildi eftir skyrslettur á eldhúsgólfinu mínu og sleif í stofuglugganum).
Óska ykkur gleðilegra páska og passið að eta ekki yfir ykkur af súkkulaði - ég ætla að vera góða stúlkan og sleppa því að borða heilt egg - bara fá "smá smakk" hjá hinum, ég er jú með ofnæmi fyrir þessu drasli- fjárinn að vera svona gallaður!
Nú ætla ég að koma mér í háttinn svo ég geti vaknað til að elda páskamatinn, það væri verra ef tengdapabbi kæmi að öllum sofandi í kofanum... svo þarf páskakanínan auðvitað að komast að til að fela páskaeggin- eins gott að þvælast ekki fyrir henni, enda gengur hún mun betur um en Skyrgámur (sem skildi eftir skyrslettur á eldhúsgólfinu mínu og sleif í stofuglugganum).
Óska ykkur gleðilegra páska og passið að eta ekki yfir ykkur af súkkulaði - ég ætla að vera góða stúlkan og sleppa því að borða heilt egg - bara fá "smá smakk" hjá hinum, ég er jú með ofnæmi fyrir þessu drasli- fjárinn að vera svona gallaður!
<< Home