Það er óþolandi...
þegar ég get ekki sofið á nóttunni. Nú er kl að verða hálf sex og ég búin að lesa 2 bækur en get samt ekki sofnað. Það pirrar mig!
Litlu A og B hafa nú fengið almennileg nöfn og heita Þórunn Elísa og Freydís Ólöf. Verð að viðurkenna að ég átti í smá vandræðum í kirkjunni því ég sá ekki hvort A eða B var skírð á undan og vissi því ekki hvor héti hvað!
Þegar við komum heim var farið að róta drasli á milli herbergja þar sem elsta dóttirin er eiginlega flutt að heiman og litla systir hennar fékk herbergið. Stóran fær þó afdrep hjá bróður sínum sem bíður spenntur eftir að hún komi heim svo þau geti átt saman herbergi! Þvílíkt og annað eins dót og drasl sem fylgir þessum blessuðu börnum. Búin að henda og flokka á fullu en samt er meira en nóg eftir. Meira að segja börnin átta sig á öllum þessum óþarfa og vonast eftir að fá EKKI dót í jólagjöf (því þá er enn meira að taka til). Við erum svo með stóran poka í geymslunni af leikföngum sem börnin eru búin að pakka inn og ætla að gefa fátæku börnunum í útlöndum. Slæmt finnst þeim að ekki sé töluð íslenska í útlöndum því þau eru alveg til í að gefa töluvert af bókum líka.
Nú held ég að ég skrifi nokkur jólakort áður en ég ræsi liðið og sendi af stað í skóla og vinnu - spurning hvort ég sofni þá!
Litlu A og B hafa nú fengið almennileg nöfn og heita Þórunn Elísa og Freydís Ólöf. Verð að viðurkenna að ég átti í smá vandræðum í kirkjunni því ég sá ekki hvort A eða B var skírð á undan og vissi því ekki hvor héti hvað!
Þegar við komum heim var farið að róta drasli á milli herbergja þar sem elsta dóttirin er eiginlega flutt að heiman og litla systir hennar fékk herbergið. Stóran fær þó afdrep hjá bróður sínum sem bíður spenntur eftir að hún komi heim svo þau geti átt saman herbergi! Þvílíkt og annað eins dót og drasl sem fylgir þessum blessuðu börnum. Búin að henda og flokka á fullu en samt er meira en nóg eftir. Meira að segja börnin átta sig á öllum þessum óþarfa og vonast eftir að fá EKKI dót í jólagjöf (því þá er enn meira að taka til). Við erum svo með stóran poka í geymslunni af leikföngum sem börnin eru búin að pakka inn og ætla að gefa fátæku börnunum í útlöndum. Slæmt finnst þeim að ekki sé töluð íslenska í útlöndum því þau eru alveg til í að gefa töluvert af bókum líka.
Nú held ég að ég skrifi nokkur jólakort áður en ég ræsi liðið og sendi af stað í skóla og vinnu - spurning hvort ég sofni þá!
<< Home