Pirringur...
í öllum líkamanum er að gera mig klikk! Ég get ekki sofið almennilega, hef síðstu 4 nætur náð að sofna um sex og sofið til níu, þá er ég vöknuð en samt ekki. Það er alveg sama hversu þreytt ég er, um leið og ég leggst útaf er ég glaðvöknuð... hundfúlt. Það er einhvernveginn eins og það sé rafstraumur í öllum líkamanum á mér, sem ég get ekki losnað við. Er búin að prófa ýmislegt en ekkert virðist duga, heitt bað - virkar ekki, slökunarjóga - virkar ekki, brjálæðiskast - virkar ekki, göngutúr - virkar ekki, leiðinleg kvikmynd - virkar ekki, berja fartölvu - virkar ekki. Veit ekki alveg hvað ég get prófað fleira en er að fara í próf á morgun (tek fram að ég er ekki stressuð). Ég nenni ekki neinu enda er ég eiginlega orkulaus - en langar að gera helling. Spurning með að komast í frí eftir þetta páskafrí - það fór bara alveg með mig!
<< Home