fimmtudagur, maí 03, 2007

lokasprettur...

nú er allt að verða búið í skólanum og við byrjaðar að vinna að lokaverkefninu... ótrúlega spennandi verkefni. Ekki er verra að ég er mjög heppin með félaga í verkefninu, svo vonandi verður þetta bara skemmtileg reynsla.

Svo er stefnan að opna sem fyrst í skálanum, sennilega verður það um aðra helgi eða um svipað leiti og yngsta dóttirin á afmæli. Hún óskaði reyndar eftir því að "fullorðna" afmælið yrði haldið í skálanum - pabbi getur grillað handa öllum! Hún býður spennt eftir að skólanum ljúki og hún komist í dalinn... Spurning með að finna hentugt hús þar því meirihluti fjölskyldunnar vill helst vera í dalnum, alltaf!
sjáum til hvað verður...