laugardagur, mars 22, 2008

dagurinn langi...

var ekki svo langur eftir allt! fyrir ekki svo löngu síðan þegar ég var lítil stelpa var ALLT lokað og allt bannað, maður mátti varla leika sér. Ég man að það þótti þvílík hneisa að stjúpi væri að vinna úti í skúr! Í dag er allt opið og enginn sem gerir mál úr því þó einhverjir séu í vinnunni.

Ég hóf daginn á því að hitta vinkonu yfir rekstrarhagfræði og reikningsskilum, fór svo með karlinn og fóstursoninn í göngutúr til að skoða húsið sem nágrannakonan er að byggja sér útí nýja hverfi,eftir kvöldmat spiluðu strákarnir mínir póker og fór gullpungurinn heldur illa með karl föður sinn, við hjónin röltum svo í næstugötu til frænda og frú Grú, fengum fínar veitingar þar (skál).
Þegar heim var komið svaf gullpungurinn með afmælisgjöfina í eyrunum, í stofunni sátu svo dæturnar þrjár og tengdasynirnir tveir (já tveir!). Það var ekki laust við að skelfingarsvipur kæmi á pabbann þegar hann leit yfir hópinn (hehe). Sennilega er það martröð allra pabba þegar dætur þeirra ná þessum "kærastaaldri" ! Nú sitja þau öll og horfa á rottu elda mat í sjónvarpinu...