enn ein vikan...
liðin og mér finnst ég ekki hafa afrekað neitt! nema kannski að sofa, virðist takast einstaklega vel upp í þeirri deildinni þessa dagana. Á föstudag lagði ég mig aðeins um hádegið og svaf fram að kvöldmat, svona hefur síðasta vika verið. Ætlaði snemma að sofa í gærkvöldi en átti auðvitað eftir að læra og fór í það um kl.22. Spjallaði svo við nýsjálendinginn til kl 2 í nótt og var því frekar drusluleg í morgun... en það er allt í lagi því ég skemmti mér "prinsessulega" yfir sólbrunanum sem hrjáði hann (á vörunum), get bara ekki fengið af mér að vorkenna honum þar sem hann spókar sig um á golfvöllum í 25 stiga hita á meðan við kúldrumst hér í frostinu. Fór því þreytt í skólann og var aldrei þessu vant mætt á réttum tíma (nema kennarinn hafi verið seinn).
Vegna þessarar sífeldu þreytu var mér bent á að panta tíma hjá þorpslækninum og láta athuga mig. Ég fór þá að rifja upp síðast þegar ég var svona þreytt og fór til læknis - hann mældi blóðþrýstinginn og sagði svo:"ertu viss um að þú sért lifandi?" Sennilega ekki alveg það sem maður vill heyra lækni segja. Þá vantaði í mig bæði járn og blóð... spurning hvort maður búi með vampírum!
Vegna þessarar sífeldu þreytu var mér bent á að panta tíma hjá þorpslækninum og láta athuga mig. Ég fór þá að rifja upp síðast þegar ég var svona þreytt og fór til læknis - hann mældi blóðþrýstinginn og sagði svo:"ertu viss um að þú sért lifandi?" Sennilega ekki alveg það sem maður vill heyra lækni segja. Þá vantaði í mig bæði járn og blóð... spurning hvort maður búi með vampírum!
<< Home