Hætt að vera sniðugt...
þetta veður. Í dag fór ég ekki í skólann enda allt ófært! Ég lagði þó af stað en snéri við í Þrengslabrekkunni eftir að jeppinn á undan mér fór útaf og tveir aðrir bílar voru fastir þvers og kruss á veginum. Ég var að vísu nærri búin að festa bílinn við að snúa við í blindhríð og ógeði en þetta hafðist og heim komst ég aftur(ég var á Toyotunni ekki Strumparútunni) en þá var einmitt verið að tilkynna í útvarpinu að það væri ófært og fastir bílar um öll Þrengsli. Mætti einmitt Björgunarsveitinni sem var á leið upp á fjall að hjálpa fólkinu. Við hjónin höfum því verið föst heima í dag. Hringdum reglulega í Vegagerðina og fengum alltaf sömu svörin að það væri ófært. Annars hefur bara snjóað og snjóað og veðrinu sennilega best líst sem "skítaveðri".
Á morgun er próf hjá mér í Stjórnun kl 8.20, ég geri svo sem ekki ráð fyrir að komast en það má reyna.
Ég er hreinlega farin að halda að ég komist ekki í skólann fyrr en í vor!
Þetta er bara hætt að vera sniðugt!
Á morgun er próf hjá mér í Stjórnun kl 8.20, ég geri svo sem ekki ráð fyrir að komast en það má reyna.
Ég er hreinlega farin að halda að ég komist ekki í skólann fyrr en í vor!
Þetta er bara hætt að vera sniðugt!
<< Home