föstudagur, janúar 11, 2008

lokaönn hafin...

með hraði! Ég hélt að önnin myndi byrja eins og allar hinar- í rólegheitum, en það var ekki svo. Fékk fullt af verkefnum sem á að skila á mánudag. Úff, ég sem ætlaði að njóta þess að sofa út um helgina og gera fullt af skemmtilegum hlutum ásamt því að vinna að golf undirbúningi (ekki svo að skilja að það sé ekki skemmtilegt). Verð eitthvað að endurskipuleggja mig.

Við komumst að því í dag að Tinna finnst gaman að "spila" á trompet með yngstu dótturinni. Hún er þó ekki eins hrifin því hann vill "blása" í vitlausan enda. Þegar hún setti hann fram á gang og lokaði hurðinni sat hann þar og grenjaði þangað til hún opnaði aftur, þá sat hann og horfði dolfallinn á hana spila. Ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þeim.