sunnudagur, janúar 13, 2008

Eitthvað fór dagurinn...

fyrir lítið. Náði þó að vinna smá og innheimtulistinn tilbúinn. Var svo á símafundi hluta af deginum. Kláraði eitt og á tvö verkefni eftir til að "dunda" við á morgun.

Í dag var líka heilmikið ax-sjón á heimilinu enda gullpungurinn, snillingurinn og vinurinn úr næstugötu ásamt Tinna á hlaupum um húsið í miklu fjöri.
Svo kom tengdapabbi í mat og stóra dóttirin birtist óvænt með kærastann. Við hjónin fórum því ekki á spilakvöld til Gyðu eins og til stóð.
Tinni fór í fyrsta baðið í kvöld við mikinn fögnuð og áhuga fjölskyldunnar.
Á morgun (sunnudag) stendur til að fara í bíó með börnin að sjá The Golden Compass - spurning hvort við Tinni verðum heima að læra og hin fari í bíó (ég er ekki mikið fyrir ævintýramyndir)og frekar leiðinlegt að hafa mömmu með í bíó þegar hún sofnar! Gullpungurinn bauðst því til að fara næst á "svona barnateiknimynd" svo mamma gæti komið með ;o)

Nú er sennilega kominn tími til að koma sér í háttinn- þarf víst að vakna til að læra á sunnudagsmorgni - ótrúlegir þessir kennarar!