Ég fór ekki í skólann í dag...
snjórinn hafði betur að þessu sinni. Var komin vel áleiðis í Þrengslunum (eftir að hafa fest mig vel í innkeyrslunni heima og þurft að láta karlinn ýta og ýta) þegar ég snéri við, ekki búið að skafa og klukkan orðin 08.06. Léleg þjónusta það. Ekki leist mér á að halda áfram eftir að hafa bara mætt tveimur jeppum sem báðir voru utanvegar og þá meina ég lengst úti í rassgati! Hélt því heim á leið aftur og var svo heppin að þá kom einmitt ruðningstækið og ruddi leiðina heim. Skrölti því bara í rúmið aftur og lagði mig aðeins. Fór svo með Tinna út áðan, hann hoppaði eins og kengúra á meðan ég óð snjó uppí mitti á köflum! Ég misreiknaði aðeins hvar göngustígurinn var og endaði á reiðveginum - ætlaði svo yfir aftur og lenti í þvílíku basli og sökk upp að höndum! það sem Tinna fannst þetta gaman. Eftir klukkustundar basl í snjónum komum við heim aftur til að læra. Tinni hefur að vísu ekki hreyft sig og því síður litið í bók. Hann afþakkaði meira að segja útiferð með börnunum! Held hreinlega að HANN sé alveg búinn á því. Ég þarf hins vegar varla að fara í ræktina næstu daga ef gönguferðirnar verða eitthvað í líkingu við þessa.
<< Home