þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Þorrablótið...

var svona líka ótrúlega skemmtilegt! Það var frábært að heyra hvað fólk var ánægt með skemmtiatriðin.

Nú er lærdómurinn aftur kominn á fullt enda próf í vikunni og tvö í þeirri næstu.
Svo eru golfararnir mínir líka duglegir að finna handa mér verkefni og ég dugleg að segja já! svo ekki get ég kvartað undan verkefnaleysi.

Við hjónin skruppum með Tinna áðan að hjálpa vinkonu okkar að bera húseiningar sem hún var búin að smíða. Það gekk mjög vel og fann Tinni sér fínan stað við gömlu bræðsluna til að leika sér - þar eru gamlir tankar sem úr lekur ógeðsdrulla, að sjálfsögðu besta leiksvæði sem hugsast getur og þurfti Tinni mikið að rúlla sér upp úr "snjónum" þar. Hann fékk því ekki far í mínum bíl heldur varð að sætta sig við að ferðast í skottinu á pickupnum hjá strákunum og fara beint í bað þegar við komum heim! Hann var ekki ánægður með þá ákvörðun mína enda mjög hrifinn af nýja "ilmvatninu" sínu.
Tinni hefur frá því hann kom til mín verið mikið á móti hárþurrkunni minni - þangað til í kvöld að hann komst að því hversu gott er að láta blásta volgu lofti á bumbuna! Nú fæ ég örugglega ekki að nota hárþurrkuna öðruvísi en að blása hann í leiðinni ;o)