Öskudagur í dag...
og aldrei þessu vant fékk ég ekki að mála nein andlit í morgun :o( ég fékk ekki heldur að búa til öskudagsbúninga! Unglingarnir tveir hættir að klæða sig upp í tilefni dagsins og yngsta dóttirin ákvað að vera "dama" svo hún fór bara í kjól og setti á sig skartgripi. Gullpungurinn vildi ekki fara í skólann í grímubúning en sagði:"mamma, þú mátt kannski láta mig í búning fyrir ballið í kvöld, ef ég nenni að fara, það er svo mikill hávaði alltaf". Já það er af sem áður var þegar maður vaknaði kl 6 til að byrja að mála og klæða sig og börnin í grímubúninga. Sé fyrir mér að á næsta ári verði móðirin sú eina sem skellir sér í búning!
Búningur dagsins er hins vegar "druslupíkulegthúsmóðurátfitteftirerfittmígrenikast" svo þið getið ímyndað ykkur hvað ég er flott!
Búningur dagsins er hins vegar "druslupíkulegthúsmóðurátfitteftirerfittmígrenikast" svo þið getið ímyndað ykkur hvað ég er flott!
<< Home