Ekki fór ég í skólann...
í dag. Leiðinda færð í morgun og ekki búið að ryðja almennilega. Svo fór gullpungurinn líka að gubba í nótt svo hann var bara heima með mömmu sinni. Ég er með svo frábæran kennara að hann hringdi í mig í morgun og bauð mér að taka prófið á netinu - og hvað kemur þá í ljós? Meiripartur Suðurlands var netsambandslaus vegna bilunar! Það gekk þó nokkuð fljótt hjá þeim að laga netið og ég gat tekið prófið! Frábært að það er frá því næstu próf eru á þriðjudag og miðvikudag. Ég er samt ekki alveg að nenna að læra núna og er að spá í að leggja mig bara.
<< Home