Furðulegur morgunn...
sem hófst með því að sonurinn kom og sagðist vera veikur, því til staðfestingar gubbaði hann. Um hádegisbilið var hann orðinn nokkuð sprækur og gat haldið niðri matnum, en þá tók fóstursonurinn við og hóf að kúgast og gera sig líklegan til að æla og var því snarlega hent út í garð! Þar fékk hann að gubba í rólegheitum og koma svo inn aftur. Nú liggja þeir saman, annar horfir á sjónvarpið og hinn sefur!
Annars er búið að vera frekar lélegt ástand á mér, kvefuð og með hálsríg dauðans síðan páskafríið hófst - er farið að minna svolítið á jólafríið!
Annars þarf ég að fara að skipuleggja mig eitthvað betur þar sem verkefnum fjölgar hratt þessa dagana og samt rúmur mánuður eftir af skólanum... með öllum sínum verkefnum og tilheyrandi.
Djö.... hlakka ég til þegar 27.maí kemur!
Þið sem kíkið hérna inn mættuð alveg setja hæ í commentin (ekki laumupúkast og hringja svo í mig og kvarta undan bloggleysi).
Annars er búið að vera frekar lélegt ástand á mér, kvefuð og með hálsríg dauðans síðan páskafríið hófst - er farið að minna svolítið á jólafríið!
Annars þarf ég að fara að skipuleggja mig eitthvað betur þar sem verkefnum fjölgar hratt þessa dagana og samt rúmur mánuður eftir af skólanum... með öllum sínum verkefnum og tilheyrandi.
Djö.... hlakka ég til þegar 27.maí kemur!
Þið sem kíkið hérna inn mættuð alveg setja hæ í commentin (ekki laumupúkast og hringja svo í mig og kvarta undan bloggleysi).
<< Home