laugardagur, mars 01, 2008

Fænalí...

búin að panta og borga vorferðina sem ákveðið var fyrir löngu að fara í...vantaði bara áfangastaðinn! Hann er sem sagt fundinn :)
Hlakka svo til að fara með öll börnin mín í ferðalag út fyrir landsteinana enda hefur það ekki gerst áður, "börnin" flokkast samt öll sem "fullorðin" nema gullpungurinn og ég ekki nema rétt rúmlega þrítug! Hvernig getur 12 ára barn verið fullorðið?

Enívei, óska hér með eftir ættingjum og vinum sem vilja vinna á meðan!

Við Tinni fórum í göngutúr í snjónum áðan, alltaf jafn fyndið að sjá hann hoppa í sköflunum, komum við hjá frænda og frú Grú í næstugötu, þar fékk Tinni sér "góðgæti" sem ekki hafði ratað alla leið út í tunnu!

Nú þarf ég sennilega að snúa mér að lærdómnum eða bara fara að sofa enda er kl.00:15, sennilega hangi ég þó á fótum þar til karlinn kemur heim...það verður gott að komast í frí með fjölskylduna - vona bara að við þekkjum hvert annað þegar að því kemur!