miðvikudagur, maí 23, 2007

þá er útskriftin á morgun...

og ég búin að ná í þessa líka ljótu húfu- sem er of stór, skil ekki hvað kerlingin var að gera þegar hún mældi á mér höfuðið (nema það hafi minnkað svona eftir að skólinn var búinn). En ég nenni ekki að gera neitt mál úr því, verð hvort sem er ekki með þetta á hausnum nema í nokkrar mínútur (illa nýttur peningur), en nota hann aftur á næsta ári! Ég ætla ekki að hafa útskriftarveislu þetta árið heldur aðeins að vera með kaffisopa í dalnum. Vinir og vandamenn velkomnir en engum boðið formlega að þessu sinni.

Nú er komin tími á umferð 2 í bónun á kofanum.