sunnudagur, maí 13, 2007

Góð helgi...

búin að vera hjá okkur. Byrjaði eiginlega á frábæri afmælisveislu í skálanum á föstudagskvöldið þar sem ömmur, afar og vinir voru og borðuðu með okkur "afmælispottrétt" og var setið í rólegheitum og spjallað. Laugardagurinn byrjaði svo á smá vinnu og síðan röltum við yfir róló og skelltum okkur í mat og Eurovisionstemmingu. Sunnudagurinn hófst á kaffibolla í næstugötu hjá frænda og frú Grú, um hádegi var fótboltaleikur hjá Sól og síðan var grill hjá pabba því hann á afmæli í dag. Síðan sitjum við hjónin í rólegheitum og skipuleggjum aðeins sumarið...

Það er þó ekki laust við að mér finnist ég ekki hafa neitt að gera, enginn skóli, ekki farin að vera á sólahringsvakt í skálanum, en var þó að gera smá verkefnalista (svona TO DO) fyrir morgundaginn og vikuna framundan, sennilega hef ég alveg nóg að gera- ég er bara ekki búin að átta mig á því ennþá!