laugardagur, maí 05, 2007

Sit og bíð...

eftir að yngsta dóttirin komi heim af fótboltamóti, þá höldum við mæðgur af stað til ömmu og afa í Mosó þar sem okkur hefur verið boðið til kvöldverðar. Aðrir fjölskyldumeðlimir fóru í morgun því ætlunin var að hjálpa afa á mótorhjólasýningu í Borgarnesi áður en farið væri í matinn hjá ömmu. Ég hefði gjarnan viljað fara með að mótorhjólast en það gekk ekki alveg þar sem ég hef setið og unnið að lokaverkefninu... búin að tala við 20-30 manns í dag (verður geðveikur símareikningur), en reyndar var ég svo sniðug að hringja eitthvað úr gsm símanum mínum og allir sem ekki svöruðu hafa hringt í mig til baka og borga þar með símtalið sjálfir! Þá er bara hluti af úrvinnslunni eftir og klára að koma verkefninu saman.

Ég vil óska afmælisbörnum maímánaðar til hamingju öllum í einu og vona að ég gleymi ekki neinum: Þrúður Sóley 1.maí, Eiríkur tengdapabbi 4.maí, mamma 7.maí, Steini 7.maí, Snæfríður Sól 10.maí, pabbi 13.maí, Árni Birgis 13.maí, Þrúður 18.maí, Óli tengdapabbi 22.maí. Þá held ég að þetta sé komið...