sunnudagur, júlí 01, 2007

Frábær helgi...

enda fórum við í útilegu. Tjaldvagninn var fenginn að láni hjá tengdó á fimmtudag og honum plantað á golfvellinum (í trjálundi ekki á braut). Við höfum það því bara huggulegt og þurfum ekki að keyra fram og til baka. Um helgina var kvennamót og mikið að gera í skálanum, ég skellti mér svo í hlutverk mótastjóra og vallarstjóra svo það var nóg að gera en líka ofboðslega gaman enda frábært veður. Sem betur fer voru karlinn, litla-stóra systir, Sólrún mín og yngri unglingurinn á staðnum til að hjálpa mér.
Mér gekk ágætlega að plumma mig á þessum verkefnum - nema kannski sem vallarstjóri því þegar ég fór til að vökva green-ið á 3.braut vildi svo skemmtilega til að kraninn er í holu lengst ofan í jörðu. Ég mátti því stinga hausnum og höndum ofan í holuna til að ná að skrúfa frá - var svo klár að skrúfa allt í botn þannig að slangan hrökk af stútnum svo það kom þessi fíni gosbrunnur beint framan í mig! Ég get því með sanni sagt að ég hafi farið í sturtu á 3ja greeni ;o) því ég hló svo mikið að ég færði mig ekki frá bununni heldur grenjaði ég af hlátri.
Ég vildi helst eiga mynd af þessu atriði - hálf ofan í holu með rassinn út í loftið og fá þennan fína gosbrunn framan í mig... já nú kom þvottavélin að góðum notum því ég leit út eins og hálfdrukknuð moldvarpa þegar ég kom til baka í kofann!