föstudagur, september 08, 2006

Aðalfundur LÖ

var í gær. Nokkuð góður hópur samankominn. Vantaði þó Ljúfu! Ekki viss um að það verði eins gaman núna og í fyrra, en við sjáum til.

þriðjudagur, september 05, 2006

Blúndubrúðkaup...

Við hjónin áttum 13.ára brúðkaupsafmæli í gær. Var að skoða hvað það kallast og fann þessa skýringu: 13. Blúnda/kniplingar. Það á ágætlega við því ég leit út eins og rjómaterta á brúðkaupsdaginn! ómægod, ég þessi líka klikk týpa fékk þá flugu í höfuðið tvítug að aldri að gifta mig í þessum líka hrikalega kjólnum! Þegar þetta var voru eiginlegir "brúðarkjólar" að riðja sér rúms á Íslandi. Hvað fékk mig til að vera í þessu líka ferlíkinu er mér með öllu óskiljanlegt í dag...
En dagurinn fyrir 13.árum var æðislegur! Man þetta eins og það hafi gerst í gær.