mánudagur, október 22, 2007

Brjálað að gera...

undanfarið. Við hjónin skelltum okkur til Köben í byrjun mánaðarins og áttum frábæra daga þar, gengum næstum af okkur fæturna og leigðum þá hjól til að komast víðar.

Eftir að heim var komið er ég búin að halda til á Players alla daga eftir skóla og fram á kvöld...ekki við drykkju heldur yfir markaðsrannsóknarverkefni ásamt skólafélaga. Það kláraðist loksins í gær og við fluttum það í morgun. Ótrúlega fegin að þessu er lokið!

Næst á dagskrá er að vinna upp í hinum fögunum, þá sérstaklega rekstrarhagfræðinni og halda upp á afmæli unglinganna minna sem nálgast ótrúlega hratt.

Síðan er vetrarfrí framundan hjá börnunum, leiklistarnámskeið hjá LÖ þar sem öllum þorpurum frá 10 ára aldri er boðið að taka þátt, síðan þarf að lesa yfir leikrit og samþykkja eða hafna og þá velja annað... alltaf gaman að hafa nóg að gera!

Svo er það aðalfréttin! Ég eignaðist tvær litlar frænkur í gær, til hamingju með dömurnar brósi minn og mágkona. Vona að allt gangi vel og þið komist heim fljótlega með dömurnar ykkar.

Áríðandi tilkynning til þeirra sem kvartað hafa undan samskiptaleysi að undanförnu: Þið eruð vinsamlegast beðin um að hafa frumkvæði að samskiptum á næstunni ;o)
lov'ya kæru vinir og gott að vita að þið viljið heyra í okkur

miðvikudagur, október 03, 2007

Kalt...

mér er skelfilega kalt! Sit og reyni að læra en nötra af kulda. Búin að hækka á ofnum, loka gluggum, klæða mig í peysu, sokka og inniskó. Leggja yfir mig teppi og kveikja á hitablásara! Mér er samt svo kalt að ég get varla pikkað á tölvuna hvað þá hugsað. Það finnst mér frekar fúlt!