föstudagur, september 28, 2007

það er nú svo...

að þetta sumar er senn á enda. Síðasta mót ársins er á morgun og helsti undirbúningur búinn. Það er búið að vera nóg að gera í dag enda síminn varla þagnað, allir á síðustu stundu með að skrá sig á mótið (sér íslenskt eða hvað? ). Nokkrir hringdu að vísu bara til að ath hvort ég yrði sjálf að vinna á morgun, ætluðu að koma til að fá vetrarknús! Yndislegt fólk sem ég hef kynnst hérna í skálanum og ég á eftir að sakna margra í vetur... spurning að hafa opið eina helgi í mánuði eins og einn lagði til, bara til að spjalla. Það er ekki svo vitlaus hugmynd! við sjáum til...

miðvikudagur, september 26, 2007

erum við að verða gömul...

eða bara lítil? Unglingur tvö kom heim og sagði:"pabbi stattu upp" "af hverju?" spurði furðu lostinn karlinn. "Ég ætla að athuga hvort þú ert stærri en ....vinur minn". Já og svo er langt síðan hún fór að mæla hversu marga sentimetra vantar til að hún nái mömmu sinni í hæð - löngu búin að ná ömmum sínum.

úff, púff...

mér leiðist heimanám... það er svo mikið að gera hjá mér í skólanum að ég má varla vera að því að anda! Sérstaklega núna þessa dagana. Í gær fór ég nefnilega beint í vinnu eftir skóla og var þar til 19.30 þá þurfti ég að hendast í búð og svo keyra heim til að baka rjómatertu, gera brauðtertu og heitan rétt sem unglingurinn átti að hafa með sér í skólann í dag. Þegar því var lokið átti ég eftir að klára verkefni í tölvubókhaldi, klára markaðsfræðiverkefni (fékk góða aðstoð frá karlinum) og gera enskuverkefni sem ég að vísu gerði í baði því ég varð að komast í bað! Það eru bara ekki nógu margar klst í sólarhringnum hjá mér.
Foreldraviðtölin gengu vel í dag enda á ég einstaklega frábær börn! Kaffið á eftir var heldur ekki slæmt enda fullt af góðum kræsingum sem 10.bekkingar höfðu gert (eða sko foreldrarnir).
Ég get varla beðið eftir 5.október...

laugardagur, september 22, 2007

Sólin mín slösuð...

eftir að hafa dottið úr rólu í skólanum á fimmtudaginn. Hún ætlaði nú ekki að fara til læknis en móðirin neitaði að gefa eftir enda barnið farið að finna verulega til í hálsinum. Við foreldrarnir fórum því með hana á slysó í gærkvöldi. Hún er með hruflað enni, marða upphandleggi og hálsáverka eins og eftir aftanákeyrslu! Doktorinn taldi einnig að hún hefði rotast við höggið. Hún á því að taka því rólega og má ekki fara í íþróttir næstu 3-6 vikurnar á meðan þetta er að jafna sig. Hún lét starfsmann skólans vita hvað gerst hefði og fékk að hringja í pabba sinn - af hverju var ekki farið með hana til læknis? Af hverju hringdi starfsmaður skólans ekki í okkur? Skólafélagi hennar hafði hringt á neyðarlínuna þar sem hann hélt að hún væri með heilahristing - eða allavega mikið slösuð, eru börnin virkilega meðvitaðri um öryggi heldur en fullorðnir?

hvað er með fólk...

sem nennir að spila golf í svona ömurlegu veðri? Það er rigning, rok og kalt en samt er verið að spila á vellinum! Ég vildi mikið frekar vera heima undir sæng og horfa á góða mynd en vera hér í skálanum núna! Kosturinn er þó sá að ég nota tímann til að læra, það er öruggt mál að ég væri ekki að því ef ég væri heima...

laugardagur, september 15, 2007

þetta var nú augljóst...

Your Celebrity Baby Name Is...

Godess Laprincia


eða hvað?

Ja hérna...

You Are 77% Grown Up, 23% Kid

Congratulations, you are definitely quite emotionally mature.
Although you have your moments of moodiness, you're usually stable and level headed.

miðvikudagur, september 12, 2007

Nú verður tengdapabbi glaður...

Your Brain is Blue
Of all the brain types, yours is the most mellow.You tend to be in a meditative state most of the time. You don't try to think away your troubles.Your thoughts are realistic, fresh, and honest. You truly see things as how they are.
You tend to spend a lot of time thinking about your friends, your surroundings, and your life.
http://www.blogthings.com/whatcolorisyourbrainquiz/">What Color Is Your Brain?


Ekki á hverjum degi sem sagt er að heilinn í mér sé blár!

Ég get varla beðið...

eftir að september líði, því þá sé ég fram á að geta verið heima hjá mér hluta úr degi á hverjum degi! Ég hitti börnin mín vonandi meira en 1/2 - 1 klst á dag. Ég fer líka til Kaupmannahafnar í byrjun október með karlinum mínum í smá frí. Mig vantar fleiri klst í sólarhringinn- kann einhver ráð við því ?

laugardagur, september 08, 2007

skelltum okkur ...

átta saman á kajak í dag... það var ótrúlega gaman þó að úrhellisrigning væri nær allan tímann! Á eftir fórum við í sundlaugina á Stokkseyri og þar var Jói frændi að vinna og færði okkur kaffibolla í heitapottinn - þvílíkur lúxus... fórum svo í skálann með pizzur og bjór - spiluðum og skemmtum okkur... Vallarstjórinn biður að heilsa (Einar Haukur) sem og Dabbi (þessi í karinu) ásamt karlinum mínum... sjáumst síðar! Nú bíður mín meiri bjór ;O)