sunnudagur, desember 25, 2005

Gleðileg jól...

og takk fyrir okkur öll. Erum búin að opna flestar gjafirnar, sem voru ekkert smá margar, ég gleymdi einhverjum inni í skáp, börnin verða bara að opna þá á eftir þegar þau vakna. kl er að verða þrjú um nótt og ég dunda við að setja jólamyndirnar inn í tölvuna. Börnin ný farin að sofa því það var svo gaman að skoða allar gjafirnar og lesa aðeins... fengum 30 bækur þessi jólin takk! Ekki skrýtið að ég skildi biðja um bókaskápa í jólagjöf eða hvað? Spurning hvernig gengur að koma öllum á fætur og í jólaboðið hjá tengdaforeldrum mínum á eftir (jóladag). Við verðum þá bara sein eins og venjulega... svo eru tvö boð á annan í jólum, alltaf nóg að gera hjá okkur. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það gott um helgina. Ég ætla að halda áfram að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar.

föstudagur, desember 16, 2005

Oh ohoh

Ætlaði að skrifa eitthvað hérna en sé ekki almennilega á tölvuna því ég grenja svo mikið... ekki gráta gráta heldur er ég svo kvefuð að ég sé varla neitt. Er svo heppin að fá kvef í augun! Hvað er það! Er ekki nóg að fá hor og hálsbólgu..neinei ég þarf að grenja útí eitt líka.
Síjúleiter

Reyni að finna jólaskapið hóhóhó

fimmtudagur, desember 15, 2005

Ágætis kvöld...

í Ráðhúskaffi. Loksins var opið kaffihúsið okkar á eðlilegum kaffihúsatíma. Við Magnþóra skelltum okkur á bókaupplestur þar í kvöld og skemmtum okkur vel. Súsanna Svavarsdóttir og Árni Þórarinsson voru að lesa úr bókum sínum. Við komust að því að okkur langar að lesa bækurnar þeirra. Ljótan að JPV skuli gefa þær út (tengdapabba til mikillar ó- gleði) en það þýðir að við verðum að fá þær lánaðar á bókasafni en ekki kaupa þær :=) Viljum nú ekki láta afneita okkur svona rétt fyrir jólin. Einnig lásu heimamenn/konur úr bókum sem tókst í flestum tilfellum nokkuð vel. Eitt besta atriði kvöldsins var þó þegar leikfélagið okkar sýndi brot úr sýningu sinni um hippatímabilið á Íslandi, sem verður frumsýnd á næsta ári. En ó mín Ljúfa, hvar varst þú ?

Nú sit ég og blogga með Robbie minn Williams í eyrunum og útiloka þannig hroturnar í mínum ástkæra eiginmanni... ;=) eins gott að nýta tæknina! Magnþóra mín túsundtakkir fyrir að útbúa fyrir mig þennan snilldar disk... hlakka samt svo til að opna jólapakkana mína og athuga hvort að Robbie sprettur upp úr einum þeirra, þessi drengur er bara snilld!

sunnudagur, desember 11, 2005

Ruslpóstur getur verið snilld

þegar manni er illa við höfuðborg Satans! Ég var búin að skoða blöð, tímarit og ruslpóst, gera nákvæman lista yfir hver fengi hvað og hvar ætti að kaupa það. Ekkert vesen bara inn- út dæmi... gengur hratt fyrir sig og hægt að ljúka jólagjafainnkaupum á 3 klst. Það er bara SNILLD! Nú skil ég af hverju karlmenn eru svona hrifnir af inn-út verslunaraðferðinni!
Ég er sem sagt búin að kaupa allar jólagjafirnar en fæ hvergi JÓLAPAPPÍR eins og ég vil :=(
Nú get ég bara dundað mér í þá 13 daga sem eru til jóla. Ég ætla að pakka inn gjöfunum í rólegheitum (ef ég finn pappír), skella mér á kaffihús og snúllast í kringum börnin mín og hafa notalegar stundir fram að jólum. Mikið er annars góð tilfinning að þurfa ekki að fara lengra en í Breiðholtið til mömmu ! Ekki öfunda ég fólk sem á eftir að hlaupa um eins og hauslausar hænur fram að jólum með grenjandi börn í eftirdragi. Hvernig væri að fólk hægði aðeins á og reyndi frekar að njóta aðventunnar í rólegheitum með börnunum? Kaupóðir Íslendingar eiga sennilega eftir að fjölmenna á geðdeild um jólin, þeir heppnu sleppa kannski fram að áramótum.
Ef þú ert til í að skreppa á kaffihús, spjalla og skilja stressið eftir heima (ef það er til staðar) endilega láttu mig vita.

miðvikudagur, desember 07, 2005

Bráðum koma...

Nú er allri tiltekt lokið og breytingar yfirstaðnar. Fjölskyldumeðlimum til mikillar gleði.
Við vinkonurnar röltum yfir í eldhúsið hjá frænda og frú til að mála því við klikkuðum á að fara með borð í bílskúrinn! Engin frammistaða á þessum bæ hér. En alla vega erum við byrjaðar að jólaföndra og hamast við að gera fallega hluti til að gleðja okkur og aðra (híhí bara spýtur í jólagjafir). Svo þarf að sjálfsögðu að baka nokkrar smáköku sortir, en ég slepp alveg við það því elsti unglingurinn hamast við að baka fyrir mömmu sína :=) heppin!
Ég sit því eins og prinsessan sem ég er og mála og geri það sem mér finnst skemmtilegt! Svona á aðventan að vera ;=)
Búið að setja hluta af jólaskrauti upp og júleljús komin í gluggana, búin að ákveða flestar jólagjafirnar í ár þó enn eigi eftir að kaupa nokkrar... en það kemur, nú vantar mig bara að komast á kaffihús að kvöldi til en þarf þá sennilegast að bregða mér út fyrir bæjarmörkin sem ég bara nenni alls ekki að gera! hjálp mig langar svo í gott latte eða heitt súkkulaði. Af hverju er ekki almennilegt kaffihús í þessu þorpi!

föstudagur, desember 02, 2005

mig kitlar svo rosalega

það virðast allir ætla að kitla mig í einu og mig sem kitlar svo hrikalega...

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey
verða amma
safna gráu hárið
fara á Robbie Williams tónleika
skrá Magnþóru í Idolið
prjóna nokkrar lopapeysur
mála stofuna mína

7 hlutir sem ég get gert
prjónað
saumað út
kysst og knúsað
talað og talað
passað litlar frænkur og frændur
endurraðað húsgögnum
hent óþarfa dóti

7 hlutir sem ég get ekki gert
farið í handahlaup
farið í splitt
þagað mjög lengi
verið sífellt að taka til
sungið
safnað skeggi
horft á Jóa Fel

7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið
persónuleiki
húmor
rass
bros
attitjútið
líkamstjáning
lykt

7 frægir karlmenn sem heilla mig
Robbie Williams
Matthew McCaunahey
Denzel Washington
Sean Penn
Sean Connery
Richard Gere
John Travolta

7 orð eða setningar sem ég segi oft
áttu kaffi ?
matur!
omægod
hengdu upp úlpuna
"Smári"
Halló
heimanám!

7 hlutir sem ég sé akkúrat núna
tölvuskjár
gsm sími
heima sími
bækur
penni
lím
Wc pappír

þar sem mig kitlar svo rosalega get ég eiginlega ekki kitlað aðra svo þið sem nennið að gera þetta kitlið ykkur bara sjálf...