þriðjudagur, janúar 30, 2007

spá dagsins í dag...

Naut: Himintunglin opna augu nautsins fyrir öllu því óáþreifanlega sem gerir lífið svo frábært. Nautið hefur náð tangarhaldi á hluta regnbogans og enginn annar veit hversu frábært það er.

ég hef ekki séð regnbogann í dag, sennilega er hann í eldhússkúffunni hjá mér...

mánudagur, janúar 29, 2007

spá dagsins...

Naut: Einhver sem gegnir lykilhlutverki í viðfangsefnum nautsins kemur til skjalanna í vikunni. Þú ert í rétta gírnum til þess að taka leiðbeiningum og jafnvel forystu viðkomandi. Eyddu deginum í dag með virðingu og þakklæti í huga.

jahá, þabbara sonna!

sunnudagur, janúar 28, 2007

Góður dagur í dag...

var mætt fyrir klukkan tíu í morgun á leiklistarnámskeið (sem var axsjón til 14) í Ráðhúsinu á vegum leikfélags þorpsins. Það var ótrúlega gaman! Við vorum nokkur mætt frá því í fyrra en hefðum mátt vera fleiri. Ný andlit voru því miður fá... en við reddum okkur. Nú verður allt sett á fullt við að finna leikrit og byrja æfingar á fullu eftir rúma viku, þegar leikstjórinn kemur aftur eftir frí í útlandinu. Stefnir allt í spennandi og áhugaverðar vikur framundan. Ljúfu var sárt saknað!

Annars var helgin í heildina góð, við hjónin fórum á laugardagskvöldið með "börnin" tvö í heimsókn á 16, sátum þar í góðu yfirlæti langt frameftir, spjölluðum mikið og horfðum á vondulagakeppnina. Merkilega góð lög - kom skemmilega á óvart, sérstaklega eftir hörmungarnar síðustu helgi. Drukkum kaffi, rauðvín, hvítvín og dooley's. Mættum svo hressar vinkonurnar í morgun á leikæfingu.

Restin af helginni fór í að læra...

þriðjudagur, janúar 23, 2007

Forvitni eða hvað...?

Þegar börn byrja í skóla koma þau heim með verkefni og eiga að telja skó, glugga, hurðir og fleira á heimilinu. Næstu ár koma svona verkefni: segðu frá sumarfríi ÞÍNU, hvað gerðir ÞÚ í jólafríinu, hvað átt ÞÚ margar ömmur, marga afa og mörg systkini. Svona halda verkefnin áfram upp allan grunnskólann, ég hélt að þar væri staðar numið, en ónei ég er í MK og fékk verkefni þar sem ég átti að segja frá MÉR, uppvaxtarárum, fjölskyldu, atvinnu, áhugamálum ofl. Kemur kennurum þetta virkilega við? Allt eru þetta verkefni lögð fyrir í íslensku, ég spyr því: Eru íslensku kennarar svona sjúklega forvitnir eða er ekki hægt að kenna börnum og fullorðnum íslensku nema þeir skrifi um sjálfan sig?

mánudagur, janúar 22, 2007

Hvað er að gerast í þessu þorpi...

býr maður orðið í þorpi satans? Fyrst þetta og næsta kvöld þetta! Alveg væri ég til í að losna við þetta fólk úr þorpinu... helv...skítapakk.

Þurrt námsefni...

var í verslunarrétti fyrstu tvo tímana, mikið rosalega er þetta þurrkuntulegt námsefni! Maður er algjörlega að deyja í þessum tímum... svo þarf maður að svara spurningum um hvernig Hæstiréttur starfar og hvert verksvið Ríkislögreglustjóra sé... ekki besta skemmtun sem ég veit en gæti verið verra - eins og að hlusta á vondulagakeppnina aftur!

sunnudagur, janúar 21, 2007

Hörmulegar fréttir úr þorpinu...

manni stendur nú ekki á sama þegar svona gerist í næstu götu við mann!

laugardagur, janúar 20, 2007

Fékk alveg kostulegt boð áðan...

þegar ég skellti mér í frænkugallann og fór yfir í "næstugötu" að passa. Þegar ég kom inn var mér strax tilkynnt að foreldrarnir væru í sturtu og boðið að koma og sjá! Ég afþakkaði boðið og settist fyrir framan sjónvarpið.

Ég horfði á vondulagakeppnina áðan, úff, þvílík hörmung, held ég nenni ekki að horfa á þetta aftur- en hvað gerir maður ekki fyrir litlu frænku, sem beið spennt eftir Silvíu Nótt sem rétt glitti í. Olli miklum vonbrigðum að hún skildi ekki syngja! Ég verð að vera sammála frænkunni og bið nú bara um Silvíu Nótt aftur...

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Furðulegur doktor...

sem ég heimsótti í dag. Hann leit ekki einu sinni á öxlina á mér, heldur sagði; já, þetta er hefðbundinn öryggisbeltaáverki. Þú þarft að taka bólgueyðandi og verkjalyf og hreyfa hendina vel. Ef það dugir ekki þarf sjúkraþjálfun. Svo skrifaði hann lyfseðil og kvaddi mig. Ég fór allavega til læknis, hefði þó bara átt að hringja og spara mér 700 krónur. Ekki það að ég sé eitthvað slösuð, bara smá aum í handleggnum og dofna stundum fram í puttana, sem getur verið svolítið pirrandi þegar ég vinn á tölvu allan daginn, en innsláttarvillum hefur enn ekki fjölgað svo ég get ekki verið mjög illa haldin.

sunnudagur, janúar 14, 2007

meira um ASNA...

í umferðinni, en þónokkrir voru á ferðinni á föstudaginn. Ég var sumsé á heimleið í snjóbyl og leiðindum við slæmt skyggni þegar einum asnanum datt það snjallræði í hug að stoppa á suðurlandsveginum. Hann sá eitthvað illa og ákvað að stoppa og bíða af sér veðrið (með bílinn staðsettan á miðjunni á tveimur akreinum). Auðvitað áttu þeir sem á eftir komu ekki von á því að hann stoppaði. Ég lenti sumsé aftan á einum bílnum. Hann var að vísu ekki asni, var þvílíkt snöggur út úr bílnum til að athuga hvort allt væri í lagi með mig (enda hann á upphækkuðum jeppa með krók og sá ekki á rassgatinu á honum). Ég komst að þeirri niðurstöðu að allt væri í lagi með mig og hélt áfram heim á leið, var svo orðin dofin í vinstri handlegg þegar þangað var komið og er enn að drepast í öxlinni og upp í hálsinn, þó dofinn fram í fingur hafi minnkað. Þarf því sennilega að heimsækja doktor á mánudag. Það hefði þó getað farið verr og þakka ég fyrir að hafa verið ein í bílnum en ekki með gullmolana mína innanborðs.

miðvikudagur, janúar 10, 2007

Það hlaut að koma að því...

að snjór félli á suðurlandi. Í morgun þegar við mægður héldum af stað í skólann var allt svo hreint og fallegt úti. Í þrengslunum lentum við hins vegar á eftir einhverjum ASNA á sumardekkjum sem stoppaði alltaf ef hann mætti bíl en annars var hann úti um allan veg. Það á að sekta svona asna sem skapa stórhættu í umferðinni. Það tók okkur því um 55 mínútur að komast í skólann.

Það var svo fallegt veður í þorpinu í dag að við gullpungurinn ákváðum að skella okkur í sveitina og veltast um í snjónum. Þegar við nálguðumst Hveragerði var hins vegar komið brjálað veður en við létum okkur hafa það að halda áfram. Mér leið eins og ég væri aftur orðin 9 ára á leið í jólaboð hjá ömmu og afa! Þegar við komum í sveitina var svo mikill vindur að ég varð að halda vel í drenginn frá bílnum að húsinu svo hann fyki ekki niður í fjós! Við veltum okkur því ekki í snjónum í dag heldur vorum inni í þvílíkri súkkulaðikökuparadís hjá Charlotte (Pétur frændi á afmæli í dag og ég mundi eftir því !). Ég fékk líka gott kaffi á meðan frændurnir þrír léku sér. Það var svo gaman að ég varð að lofa því að koma mjööög fljótt aftur áður en "leyfi" fékkst til að fara heim.

Nú þarf ég að senda tölvupóst á enskukennarann minn og ath hvort ég slepp við að mæta á morgun því aðrir tímar falla niður (nenni ekki í bæinn fyrir tvo tíma). Ég vil heldur ekki fá fjarvist svo ég ætla að skrifa á ensku til að eiga meiri möguleika á fríi (smá sleikja, en virkar það ekki vel á alla kennara?)

föstudagur, janúar 05, 2007

Man einhver eftir dansfíflunum í fyrra...

sem ég var að berjast við að ná tökum á? Ég fékk hálfgert áfall þegar ég sótti nýju stundartöfluna mína í gær... ekki nema 10 tímar á viku í dansfíflum. Það stefnir í mjög svo skemmitlega önn hjá mér núna!

En hvað er þetta með sjónvarpið á föstudögum? Ég er búin að flakka á milli stöðva í allt kvöld en það er ekkert í því til að horfa á! Til hvers er maður að borga afnotagjöld af þessu helv..drasli.
Held ég lesi bara en er búin með allar jólabækur heimilisins og klikkaði á að fara á bókasafnið, verð sennilega að lesa verslunarrétt, hún hlýtur að vera áhugaverðari en sjónvarpsdagskráin.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

þá er nýtt ár hafið með stæl...

á þessu heimili, eða þannig. Nýársdagur hófst reyndar ágætlega en endaði á því að strumparútan bilaði og þá meina ég bilaði! Er ekki komið á hreint en sennilega vélin eða tímareimin (ekki ódýr bilun það). Í dag vaknaði kellan svo með þetta líka æðislega kvef í nefi, augum og hálsi. Útlitið því enganveginn ferskt á nýju ári. Reddar mér alveg að tengdó var búin að láta mig hafa remedíur til að eiga ef einhver skildi veikjast... svo ég borða þær nú í stað matar sem ég hef enga lyst á. (bað karlinn að vísu um að koma heim með kínverskan)
Börnin byrja aftur í skólanum á morgun 3.jan en MK hefst á mánudag 8.jan. svo ég hef nokkra daga til að losa mig við kvefið.
En annars er allt gott að frétta af okkur, nýja árið leggst ágætlega í mig að öðru leyti og ég hlakka til komandi mánaða enda margt spennandi framundan sem ég segi kannski meira frá síðar...