sunnudagur, apríl 13, 2008

Leiksýningum...

LÖ lokið í bili. Búið að vera langt og strangt tímabil, sérstaklega hjá dætrunum tveimur sem tóku þátt.
Það er búið að vera æðislegt að fylgjast með þeim vaxa og dafna á æfingartímanum og blómstra svo á sýningunum!
Veit hreinlega ekki um stoltari foreldra en okkur hjónin í dag.

Verkið heitir: Mómó eða skrítin saga um tímaþjófana og barnið sem frelsaði tímann úr klóm þeirra. Leikendur voru 14 og fullt af "baktjaldafólki", það var því ekki verið að setja upp neitt smáverk!

Yngsta dóttirin lét Mómó og var einnig yngsti þátttakandinn, næst elsta dóttirin lék Liliönu, grámenni og viðskiptavin á veitingahúsinu, tengdasonurinn lék Villa rakara, grámenni og viðskiptavin á veitingahúsinu, Ljúfa lék Meistara Úru, grámenni og Ettore, Kærastan sá um tónlistina. Ég er rosalega stolt af fólkinu mínu og öllum sem að sýningunni stóðu.

Fyrir ykkur sem ekki fóruð í leikhúsið (ráðhúsið) að sjá sýninguna læt ég fylgja nokkrar myndir með. Þær eru að vísu ekki þær skýrustu þar sem ég var einnig að stjórna ljósum á þessari sýningu. (skýrari myndirnar eru teknar af Barböru menningarfulltrúa Ölfuss).

Mómó og Gígí vinur hennar

Mómó, Gígí og Beppó götusópari

Liliana með barnið sitt

Beppó, Ninó, Liliana og barn

Meistari Úra og Mómó

Grámenni ógna Mómó litlu

Nínó, Mómó, viðskiptavinir. Hér á ég alla nema Nínó

Allur leikarahópurinn

föstudagur, apríl 11, 2008

Keyri um á strumparútu og...

tek svo strumpapróf! ég hlýt að vera strumpur