föstudagur, september 30, 2005

Ups and downs

Já maður getur farið upp og komið niður, farið niður og komið upp!
Skrýtið þetta líf.
Ég dundaði við að prjóna tvenn pör af vettlingum í morgun og horfði á Bridget Jones, hrein snilld.
Prjófaði nýja uppskrift af ungbarnasokkum sem kemur alveg ágætlega út, en ekki sérlega skemmtileg í prjónun :=( (geri sennilega aldrei fyrri sokkinn, ég byrja alltaf á seinni).
Svona svipað og þegar prjónuð er peysa, þá þarf að byrja á seinni erminni til að klára peysuna einhverntímann.

Snæfríður Sól fór á landsmót lúðrasveita á Akranesi í dag, hún var svo spennt að hún gat enganveginn verið. Hoppaði og skoppaði eins og jójó....... vonandi að hún skemmti sér vel. Þvílíkt stuð framundan, ball og alles.

fimmtudagur, september 29, 2005

Sko hvað ég er klár

Nei sko ég gat sett inn linka og breytt nöfnum. Ég gat líka búið til skoðanakönnun. Nú þarf ég bara að læra á einhverja broskalla.

Frábær hjálp

Það er nú æðislegt hvað ég á yndislegar vinkonur, koma og sitja yfir mér og tölvunni minni til að laga og kenna mér á þetta.
Magnþóra kom í gærkvöldi til að hjálpa mér, en hún átti að vera heima að pakka niður því hún fór til Spánar í morgun.
Árný ljúfan kom svo í dag til að laga það sem ekki virkaði, sýndi mér hvernig á að setja inn myndir ofl.
Nú ætti ég að geta gert eitthvað skemmtilegt við síðuna mína...... ef ég klúðra redda þessar tölvuelskur mér örugglega.
Takk elskurnar þið eruð ómetanlegar vinkonur.

Snögg viðbrögð

Ja hérna hér, haldiði að karlinn hafi ekki sent tölvupóst á dómsmálaráðherra og ríkislögreglustjóra í gærkvöldi. Var svo barasta kominn í viðtal á Rás 1 áður en hann vissi af. Fékk svo þetta fína svar frá yfirmanni sérsveitarinnar, þar sem útskýrt var að æfingar hefðu verið einu sinni á ári frá 1985 og aldrei verið kvartað áður "nema í fyrra". Töldu þeir að um óheppileg veðurskilyrði hefði verið að ræða. Þeir munu að sjálfsögðu endurskoða staðsetningu og tímasetningu æfinga fyrir næsta ár!
Jaaasooo ég get þá kannski fengið að sofa í friði á næsta ári, en gaman :=)
Kannski karlinn verði bara "frægur" allavega í Þorlákshöfn (eins gott að horfa á kvöldfréttirnar)
commenting and trackback have been added to this blog.

miðvikudagur, september 28, 2005

Helv... ríkislögregluembætti

Ég gat ekki sofið í nótt !
Það voru einhverjar sprengingar af og til sem ég var alls ekki að skilja..... endaði með að kallinn hringdi í "eina fólkið sem hann vissi að væri vakandi" ha ? jú lögguna!
Og hver var svo skýringin á öllum sprengingunum :" jú nebbla það er verið að æfa víkingasveitina"
"WTF" geta þeir ekki gert það að degi til eða drullast burtu úr garðinum hjá mér!
Halda þeir virkilega að sandurinn hér í kringum þorpið MITT sér ÞEIRRA sandkassi ? andsk... helv.... fífl geta þessir asnar verið. BTW til hvers þurfum við víkingasveit hér á litla Íslandi sem þarf að kunna að sprengja, skjóta og ég veit ekki hvað ? Geta þessir drengir ekki bara gengið í her annarsstaðar en í garðinum hjá mér ?
Ég segi nú bara hvað er í gangi ? Til að toppa svo allt er tilvonandi mágur minn í þessum æfingum hjá "íslenska hernum" fussumsvei, ég verð nú að kenna honum hver á "ÞENNAN SANDKASSA"

nýtt útlit

Nú vantar mig bara aðstoð frá Blogg séníinu mínu til að kenna mér að setja inn myndir og fleira sniðugt. Ég verð nú bara að læra almennilega á þetta dót. Hjálp!!!

Þakkir til ykkar

Elskurnar mínar sem lesið síðuna mína og vitið hvað ég hef verið lífleg síðustu daga, takk æðislega fyrir góðan stuðning og hlýja strauma. Það er frábært að eiga ykkur að.
Takk æðislega elsku aparólufélagi og bestasti vinur sem hægt er að finna........ *knús* *knús* og *knús* Have a nice trip to Spain.......

ójá nú er ég komin á stjá

Hæ nú er ég komin af stað aftur í að pikka á tölvuna mína, skiptist á að lesa póstinn minn og blogga á skólabloggsíðuna mína. Það er voða gaman eða þannig. Ég skrifa grein sem aðrir rífast yfir og svo þarf ég að lesa það sem hinir skrifa og böggast eitthvað yfir tveimur þeirra. Ekki mitt uppáhald en þetta kallast víst lífsleikni í skóla!
Næsta verkefni er reyndar aðeins skemmtilegra því ég á að fara í leikhús, á myndlistarsýningu eða einhvern álíka viðburð og skrifa hvað mér finnst um það. Er að hugsa um að skella mér á Þjóðahátíð sem verður hér í höfninni á laugardag (get gagnrýnt eða glaðst yfir öllu mögulegu) og svo ætlar vinkona mín að sjálfsögðu að syngja fyrir þorpsbúa um kvöldið (reyndar með kór að degi til en í karioki um kvöldið). Verst að yfir söngvarinn minn verður komin til Benedorm á Spáni til að sleppa við gagnrýni mína..... svo stelpur mínar þið vitið hverju þið eigið von á í vetur.... þið verðið fyrir stanslausu aðkasti af minni hálfu, allt í þágu skólaverkefna:=) gott að hafa afsökun...