fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hvað er markaðsfræði?

Er spurning dagsins...


Líður bara nokkuð vel núna, brjálað að gera í vinnunni og skólanum, væri alveg til í 10 tíma viðbót við sólarhringinn svo ég geti sofið líka ;=) sumir segja reyndar að það sé nægur tími til að sofa þegar maður er dauður.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

nú er skólinn byrjaður...

og ég sit í markaðsfræði tíma núna. Ekki alveg komin kennsla í gang enda vesen að koma tölvum nemenda á netið. Erum reyndar að ræða um kalla eins og Sævar Karl, Einar Bárða ofl.

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Held ég þurfi að klóna mig...

því ég hef engann tíma til að vera til. Nú er skólinn líka að byrja og allt á fullu í skálanum, mót um hverja helgi og hópar dag eftir dag... ekki að það sé slæmt fyrir mig, en ég er ekki alveg að sjá fram úr verkefnunum og öllu sem þarf að gera. Síðan er ég að byrja í skólanum á þriðjudaginn eins og börnin!
Sennilega loka ég kofanum á morgnana því ég er ekki að finna neinn sem getur unnið fyrir hádegi:=(
En hvað um það við erum sumsé öll á lífi þó ekki heyrist mikið frá okkur!
Hlakka svo til þegar Ljúfa mín kemur í heimsókn á klakann!

mánudagur, ágúst 07, 2006

Nóg að gera að vanda...

hjá okkur hjónum. Við ákváðum að fara í útilegu um helgina, en þar sem það var mót á vellinum líka var ekki hægt að komast frá. Börnin fóru til tengdó og vina, en karlinn og ég skelltum tjaldvagninum bara á golfvöllinn og sváfum þar (ekki inná vellinum samt, þá hefði vallarstjórinn ekki verið glaður). Það var bara fínt og sparaði okkur nokkurn akstur og gátum því sofið til 7 í staðinn fyrir að vakna kl 6. Nú er ég að bíða eftir að hitarinn hlýji aðeins áður en ég skríð undir sængina.

ÉG ER ORÐIN MÓÐURSYSTIR! Litli kúlubúinn kom í heiminn 1.ágúst og reyndist vera stúlka. Ég fékk mömmu til að leysa mig af smá stund til að geta skoðað hana á föstudaginn, hún er svooo falleg! Algjör pæja með svart hár og sítt að aftan :=) Við óskum foreldrum hennar innilega til hamingju og vonandi gengur allt vel!

Nú er ég farin að sofa!

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

Fyrir Ljúfu mína...

set ég inn uppskriftina sem hún bað mig um. Til hamingju með að allt gengur vel. Þá er það uppskriftin:
4 Kjúklingabringur, 500gr spergilkál, 3 msk majones, 1 dós sveppasúpa(Campell),2 tsk karrý, 1 msk sítrónusafi, 1 tsk kjúklingakraftur,ostur og krydd að vild.
Aðferð:
Kjúklingur settur í eldfast mót, spergilkál skorið niður og dreift yfir. Súpu, majonesi,karrýi, sítrónusafa og kjúlkingakrafti blandað saman (má krydda meira ef vill) og þessu hellt yfir kjúklinginn. Osti dreift yfir og bakað í ofni við 200°C þar til osturinn er orðinn ljósbrúnn.
Borið fram með hrísgrjónum og brauði.

Verði ykkur að góðu í Englandinu!
bestu kveðjur af klakanum þar sem er óþarflega heitt í dag!