laugardagur, nóvember 24, 2007

Ánægjuleg kvöldstund...

með frábæru fólki. Ég sendi SMS í dag á nokkra einstaklinga og óskaði eftir aðstoð við markaðsfræðiverkefnið mitt. Hingað steymdi fólk án þess að vita hvað í ósköpunum það ætti að gera. Jú til stóð að fá rýnihóp til að skoða ákveðna hugmynd að þjónustu. Það gekk vonum framar og komu fram frábærar hugmyndir og gaman hvað allir voru til í að spjalla og velta málinu fyrir sér.
Takk æðislega fyrir aðstoðina! hún var ómetanleg og gerði frekar leiðinlega vinnu mjög skemmtilega og áhugaverða!
Nú er bara að sjá hvort mér tekst að klára málið fyrir mánudagsmorgun.

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Ég er þreytt...

ótrúlega þreytt.
Hlakka til þegar þessi mánuður er á enda.
Þá ætla ég að:
sofa
knúsa krílin mín og karlinn
föndra
leika mér

Þá ætla ég ekki að:
keyra til borgar óttans (nema í jólaboð og ræktina)
lesa skóla- eða fræðibækur
koma nálægt Kópavogi!

þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Nóg að gera á stóru heimili...

undanfarið hefur verið nóg að gera. Fullt af verkefnum framundan í skólanum enda styttist óðum í jólafríið. Ég komst að því að rekstrarhagfræðin er ekki svo slæm (eftir að hafa setið í margar klst og reiknað fram og til baka) og gekk bara vel á prófinu (9,5) og markaðsfræðiverkefnið skilaði okkur 9. Stærðfræðikannanir hafa verið að skila 9,5 og 10 sem ég skil að vísu ekki því ég get ekki fyrir mitt litla reiknað þegar heim er komið! sennilega er stærðfræðisuga sem býr í Þrengslunum einhversstaðar!

Á laugardaginn var megnið af foreldrastóðinu í mat, tilefnið var jú 15 ára afmæli unglingsins þann 2.nóv og 18 ára væntanlegt afmæli stóra unglingsins þann 14.nóv. Alveg með ólíkindum hvað börnin vaxa og eldast á meðan ég stend í stað.

Ég er loksins að verða búin að vinna á þvottafjallinu ógurlega sem myndaðist í sumar og hefur haldið áfram að vaxa á ógnarhraða undanfarna mánuði, nú eru ekki nema 4 véla sem bíða!

Ég og stóri unglingurinn skelltum okkur í ræktina og förum ca 3 í viku til að sprikla og láta pína okkur, komst að því að heimurinn er ótrúlega lítill því þjálfarinn minn er skildur nágranna mínum sem á mömmu sem býr með afa mínum (auðskilið er það ekki?). Sonurinn alltaf samur við sig og óskaði eftir að móðirin færi ekki að minnka mikið því það væri svo gott að kúra á henni. Fékkst þó leifi fyrir þónokkrum kílóamissi gegn því að brjóstin minnkuðu ekki mikið!

Ég skellti mér í frænkugallann í síðustu viku og fékk að passa tvíburana hjá bróður mínum! Síðan kom Tara mín í heimsókn og fékk fullt fang af dóti með sér heim þar sem að yngsta dóttirin gaf henni Baby born dúkkuna sína með bílstól og tilheyrandi. Vona að systir mín sé ekki mjög ósátt við að fá fullt hús af dóti með heim þegar barnið er búið að koma í heimsókn.

Framundan er svo verkefnavinna og próf en ég kemst í jólafrí þann 5.des um kl 12.00 mikið hlakka ég til! Fram að þeim tíma verð ég sennilega á Players en þar læri ég flesta daga vikunnar enda erum við skólasysturnar tvær kallaðar "litlu prófessorarnir" af nokkrum starfsmönnum þar.

Já Sandra mín ég er formlega orðin Players-mubla með titil!