fimmtudagur, október 16, 2008

Í dag var fyrsti dagurinn í ...

langan tíma sem ég hafði bara fyrir mig, eða svona næstum. Fór með yngstu börnin í skólann og dúllaði mér heima við. Skrapp á bókasafnið og sló nýtt met, fann mér 4bækur á innan við klst... vona að þetta séu þokkalegar bækur:
Háspenna/Dean Koontz
Lífstíð/Liza Marklund
Brosandi maðurinn/Henning Mankell
Náin kynni/Hanif Kureishi

Held ég þurfi að fá mér bíltúr fljótlega á Bifröst úr því ég drattaðist ekki til að koma mér þangað í nám með vinkonunni. Sakna hennar ótrúlega mikið, sennilega fæ ég mér rúnt þangað fljótlega- fráhvarfseinkennin eru farin að koma fram að vera ekki í námi í vetur.
Að vísu skráði ég mig á tvö námskeið hjá Fræðsluneti Suðurlands svona til að gera eitthvað ;o)
Byrjaði svo í jóganu í dag, þorpararnir hér eru svo heppnir að Sóley frænka varð leið á jógaskorti í þorpinu og lærði því sjálf til að bjóða þessa tíma hér.Takk fyrir það frænka!

Á dagskrá er svo að kaupa slatta af garni og prjóna eitthvað- tillögur?

Var að fá sms frá Kærustunni þar sem mér er boðið í kaffi í kvöld svo ég skelli mér yfir róló á eftir.

Næst er að koma vetrardagskránni á hreint, gengur reyndar ótrúlega hratt að fylla í eyður.

fimmtudagur, október 02, 2008

Stjörnuspá...

Settu takmörk sem henta þér. Símsvari var fundinn upp af gildum ástæðum. Þú ert betri vinur ef þú ert ekki neyddur í samræður. Hafðu samband á morgun.