föstudagur, nóvember 28, 2008

Loksins...

búin aðalfundur í vinnunni, frábært!
Þá er hægt að byrja nýtt starfsár og senda reikninga... ekkert jólafrí komið sko.

"Blúndur og blásýra" í fullum gangi og daglegar æfingar til 13.des. en þá er líka opið hús í nýrri félagsaðstöðu Leikfélags Ölfuss - allir velkomnir.

Aðventutónleikar hjá yngstu dótturinni á sunnudag, svo er laufabrauðsgerð hjá Ellu frænku helgina þar á eftir ásamt jólaskemmtunum ofl hjá börnunum.

Ég hef því tekið eftirfarandi ákvarðanir:
jólahreingerning = framkvæmd í mars - svona rétt fyrir fertugsafmælið hjá karlinum.
smákökubakstur = heimsækja á aðventunni þá sem nenntu að baka.
jólagjafainnkaup= elsta dóttir sá um að mestu, rest kláruð með snilldar hætti.
pakka inn gjöfum= eftir 13.des, mitt uppáhalds jólaverk!
Hitta Hrafnhildi vinkonu yfir kaffibolla = Hrafnhildur tímasetning óskast eftir 13.des.
jólaföndrast= eftir 14.des - meðföndrarar óskast!

Á morgun ætla ég hins vegar að hengja loksins upp málverkin sem ég tók niður þegar ég málaði veggina og skipti út parketi þegar karlinn fór í vinnuferð til Frankfurt (jájá, fyrir tveimur árum eða svo)

mánudagur, nóvember 17, 2008

Kreppuklukk...

var klukkuð af Ljúfu.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
videomyndaafgreiðslustelpa
mjaltastúlka
heimakynningakella
rekstrarstjóri

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held uppá:
Sódóma Reykjavík
Jón Oddur og Jón Bjarni
Astrópía
Rokk í Reykjavík

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Sveitin
Breiðholt
Laugarnes
Þorp satans

4.Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Kaupmannahöfn
London
Lanzarote
Benidorm

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Desperate Housewives
Dexter
House
Kiljan

6. Fernt sem ég held uppá matarkyns:
ís
kjúklingur
fiskur
súkkulaði

7. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
My best friend's girl
To kill a Mockingbird
Pride and predjudice
Sitji Guðs englar

8. Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
Lanzarote - (með mömmu)
Danmörk - (hitta Ástu og Hoffy)
Bifröst - (með Hrafnhildi)
Robbie Williams tónleikar - (með kærustunni)

9. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Frú Grú
Jónan
Ítalíu/New York frænkan
Litla systir

Hvers vegna...

er uppáhalds framhaldsbókin okkar ekki komin í þorp satans ennþá?
Síðustu ár hefur hún borist í byrjun nóvember og við því haft nægan tíma fram að jólum til að skiptast á að lesa (mest lesna bókin sem berst okkur, fyrir utan bækurnar um H.P. krakkann)
Ég er búin að hringja í bókasalann tengdaföður minn og kvarta en það dugði víst ekki til! (aldrei hlustar þessi karl á mann ;o) )
Hér með er óskað eftir hraðsendingu á Bókatíðindum, helst 5 eintökum svo við þurfum ekki að rífast - þessi seinagangur gengur náttúrlega ekki!

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

undarlegt...

stjörnuspáin sagði: You may encounter some strange electrical disturbances around your home today. Computers and electronic devices are acting strangely, fuses are blowing, appliances suddenly stop for no reason. It is not a good day to put in new networks, set up a new computer or rewire part of the home.
það sem gerðist: setti prentara í samband og sló út rafmagninu, kveikti á kaffivélinni og hún slökkti á sér , ég kveikti- hún slökkti - ég kveikti - hún skildi hver ræður. Setti í þvottavélina - rafmagnið sló út ... svo ég fór bara yfir í næstugötu og rakti upp prjónið hennar Frú Grú!

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

ég bíð spennt...

...You are definitely more energetic and your brain is laser-sharp today. Unexpected good news could come by phone or email. Someone wants you to take on some kind of leadership role. You sound, look and act sharp today and everyone is noticing. (stjörnuspá dagsins)

sunnudagur, nóvember 02, 2008

Skottan orðin 16 ára...

ótrúlegt en satt!

Með ólíkindum hvað tíminn líður, finnst fáránlegt að Birna Rut sé orðin 16 ára gömul!

Hér var heljar brönsh í dag og streymdu ömmur og afar úr öllum áttum til okkar ásamt langömmu og foreldrum kærastans, að ógleymdum vinum hinumegin við róló. Daman alsæl með daginn.

Nú eru aðeins 12 dagar í að frumburðurinn verði 19 ára... sveimérþá ef ég þarf ekki að fara að fjárfesta í hrukkukremi... það hlýtur bara að vera!