Nei hættiði nú alveg...
við hjónin fórum með börnin niður að Ráðhúsi í kvöld til að vera viðstödd tendrun jólatrés þorpsins. Lúðrasveitin spilaði nokkur lög af sinni alkunnu snilld, barnakórar Grunnskólans sungu jólalög og menningarfulltrúinn sagði nokkur orð, allt fínt með það. En sá sem leiddi sönginn og spilaði hefði gjarnan mátt kunna jólalögin sem hann reyndi að spila... mér finnst ekki við hæfi að syngja með börnum "ég á heim'á kreppulandi" í staðinn fyrir " ég á heima á Íslandi", lái mér hver sem vill en maðurinn hefði betur verið heima hjá sér! Ég ætla að vona að menningarnefnd þorpsins sé ekki að borga honum fyrir þessa hörmungar framkomu við börnin sem þarna voru komin til að syngja JÓLALÖG og hitta jólasveina.
Er ekki kominn tími til að hvíla þetta helvítis krepputal en ekki troða því uppá börnin?
Er ekki kominn tími til að hvíla þetta helvítis krepputal en ekki troða því uppá börnin?