miðvikudagur, apríl 14, 2010

2010...

ótrúlegt en satt. Ég hef ekki bloggað lengi en er að velta fyrir mér að byrja á því aftur, svona fyrir mig sjálfa. Er búin að sitja í kvöld og lesa gamlar færslur og skemmta mér vel við þann lestur. Ótrúlega gaman að eiga svona "dagbók" hérna.

Ferming yngstu dótturinnar er afstaðin en hún fermdist þann 5. apríl s.l. en þá voru einmitt 23 ár síðan ég fermdist. Þessi elska fermdist meira að segja í sömu fötum og mamman, sem amman saumaði á sínum tíma. Þurfti bara aðeins að laga til og breyta jakkanum (sem var með axlarpúðum eins og rugbykarl).

sunnudagur, september 06, 2009

Þetta gat ég...

var að velta fyrir mér hvort ég kynni að komast hérna inn ennþá. Tók smá stund að rifja upp lykilorð!
Allt hafðist þó að lokum og spurning hvort ég taki upp á því að nota síðuna aftur.
Sjáum til svona þegar það fer að róast í vinnu með haustinu...

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Ekki missa af þessu...



Leikfélag Ölfuss frumsýnir sakamálafarsann Blúndur og blásýra föstudagskvöldið 16. janúar næstkomandi í Versölum.
Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson og með hlutverk fara Aðalbjörg Jóhanna Helgadóttir, Ásta Margrét Grétarsdóttir, Daníel Haukur Arnarsson, Hulda Gunnarsdóttir, Júlía Káradóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir, Ólafur Hannesson, Ragnheiður Helga Jónsdóttir, Þórður Njálsson og Þrúður Sigurðar.

Sýningin hefst klukkan 20:00 og miðaverð er kr. 1500.

Miðapantanir í síma 893-1863 (Ásta) og klukkustund fyrir sýningu í Versölum.

Miðasala á allar sýningar verður 15. janúar n.k. frá kl. 19-21:00 í Versölum.

Næstu sýningar:

Laugardagur 17. janúar kl 20

Miðvikudagur 21. janúar kl 20

Föstudagur 23. janúar kl 20

Laugardagur 24. janúar kl 20

Miðvikudagur 28. janúar kl 20


Ráðhúskaffi býður uppá ítalskt hlaðborð frá kl. 18:00 fyrir leikhúsgesti á kr.1.990.- Borðapantanir í síma 483-1700 og 894-3017.
Einnig verður opið í Ráðhúskaffi eftir sýningu.

mánudagur, desember 01, 2008

Nei hættiði nú alveg...

við hjónin fórum með börnin niður að Ráðhúsi í kvöld til að vera viðstödd tendrun jólatrés þorpsins. Lúðrasveitin spilaði nokkur lög af sinni alkunnu snilld, barnakórar Grunnskólans sungu jólalög og menningarfulltrúinn sagði nokkur orð, allt fínt með það. En sá sem leiddi sönginn og spilaði hefði gjarnan mátt kunna jólalögin sem hann reyndi að spila... mér finnst ekki við hæfi að syngja með börnum "ég á heim'á kreppulandi" í staðinn fyrir " ég á heima á Íslandi", lái mér hver sem vill en maðurinn hefði betur verið heima hjá sér! Ég ætla að vona að menningarnefnd þorpsins sé ekki að borga honum fyrir þessa hörmungar framkomu við börnin sem þarna voru komin til að syngja JÓLALÖG og hitta jólasveina.

Er ekki kominn tími til að hvíla þetta helvítis krepputal en ekki troða því uppá börnin?

föstudagur, nóvember 28, 2008

Loksins...

búin aðalfundur í vinnunni, frábært!
Þá er hægt að byrja nýtt starfsár og senda reikninga... ekkert jólafrí komið sko.

"Blúndur og blásýra" í fullum gangi og daglegar æfingar til 13.des. en þá er líka opið hús í nýrri félagsaðstöðu Leikfélags Ölfuss - allir velkomnir.

Aðventutónleikar hjá yngstu dótturinni á sunnudag, svo er laufabrauðsgerð hjá Ellu frænku helgina þar á eftir ásamt jólaskemmtunum ofl hjá börnunum.

Ég hef því tekið eftirfarandi ákvarðanir:
jólahreingerning = framkvæmd í mars - svona rétt fyrir fertugsafmælið hjá karlinum.
smákökubakstur = heimsækja á aðventunni þá sem nenntu að baka.
jólagjafainnkaup= elsta dóttir sá um að mestu, rest kláruð með snilldar hætti.
pakka inn gjöfum= eftir 13.des, mitt uppáhalds jólaverk!
Hitta Hrafnhildi vinkonu yfir kaffibolla = Hrafnhildur tímasetning óskast eftir 13.des.
jólaföndrast= eftir 14.des - meðföndrarar óskast!

Á morgun ætla ég hins vegar að hengja loksins upp málverkin sem ég tók niður þegar ég málaði veggina og skipti út parketi þegar karlinn fór í vinnuferð til Frankfurt (jájá, fyrir tveimur árum eða svo)

mánudagur, nóvember 17, 2008

Kreppuklukk...

var klukkuð af Ljúfu.

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
videomyndaafgreiðslustelpa
mjaltastúlka
heimakynningakella
rekstrarstjóri

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held uppá:
Sódóma Reykjavík
Jón Oddur og Jón Bjarni
Astrópía
Rokk í Reykjavík

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Sveitin
Breiðholt
Laugarnes
Þorp satans

4.Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Kaupmannahöfn
London
Lanzarote
Benidorm

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Desperate Housewives
Dexter
House
Kiljan

6. Fernt sem ég held uppá matarkyns:
ís
kjúklingur
fiskur
súkkulaði

7. Fjórar bækur sem ég hef oft lesið:
My best friend's girl
To kill a Mockingbird
Pride and predjudice
Sitji Guðs englar

8. Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:
Lanzarote - (með mömmu)
Danmörk - (hitta Ástu og Hoffy)
Bifröst - (með Hrafnhildi)
Robbie Williams tónleikar - (með kærustunni)

9. Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Frú Grú
Jónan
Ítalíu/New York frænkan
Litla systir

Hvers vegna...

er uppáhalds framhaldsbókin okkar ekki komin í þorp satans ennþá?
Síðustu ár hefur hún borist í byrjun nóvember og við því haft nægan tíma fram að jólum til að skiptast á að lesa (mest lesna bókin sem berst okkur, fyrir utan bækurnar um H.P. krakkann)
Ég er búin að hringja í bókasalann tengdaföður minn og kvarta en það dugði víst ekki til! (aldrei hlustar þessi karl á mann ;o) )
Hér með er óskað eftir hraðsendingu á Bókatíðindum, helst 5 eintökum svo við þurfum ekki að rífast - þessi seinagangur gengur náttúrlega ekki!

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

undarlegt...

stjörnuspáin sagði: You may encounter some strange electrical disturbances around your home today. Computers and electronic devices are acting strangely, fuses are blowing, appliances suddenly stop for no reason. It is not a good day to put in new networks, set up a new computer or rewire part of the home.
það sem gerðist: setti prentara í samband og sló út rafmagninu, kveikti á kaffivélinni og hún slökkti á sér , ég kveikti- hún slökkti - ég kveikti - hún skildi hver ræður. Setti í þvottavélina - rafmagnið sló út ... svo ég fór bara yfir í næstugötu og rakti upp prjónið hennar Frú Grú!