laugardagur, apríl 30, 2005

úpps

Það þýðir víst lítið að benda ykkur á að skrifa "comment" á síðuna og vera með lokað á ykkur. Sorry smá byrjunarmistök.... er ekki alveg búin að læra á þetta allt ennþá, en er að verða svona þokkalega klár.
Mamma kvartaði undan því að geta ekki skoðan "About me" reitinn, ég kunni einfaldlega ekki að setja inn í hann upplýsingar. Var sem sagt ekki búin að fikta nógu mikið. Nú er ég búin að laga þetta elsku mamma (Árni fékk ekki að skrifa um mig þarna svo þú verður bara að velja hvað er satt og hvað logið). En þú veist að ég er svo vel upp alin að ég segi aldrei ósatt :=)
Afmælið var bara svona líka fínt, þvílíkt góður matur og skemmtileg stemming, enda skildmenni mitt á ferð. (alltaf hógvær) hlakka til að heyra einhver "comment" núna þegar ég er búin að opna fyrir aðganginn! (smá klúður) Nú þarf ekki lengur að hringja og kvarta eða spyrja! (þó það sé auðvitað alltaf gaman að heyra raddirnar ykkar líka)

föstudagur, apríl 29, 2005

Váááá maður

Það er ekkert smá heitt úti ! Sat á pallinum og prjónaði eina húfa (úr lopa) og er að drepast, bæði úr hita og lopaeitrun.... Hvernig datt mér í hug að prjóna þessa húfu?
Jú mig vantaði sextugsafmælisgjöf handa frænda í sveitinni..... hvað á að gefa körlum sem eiga allt ? Ég og mamma komumst að því að hann hlyti að nota sokka eins og annað fólk (nema ég) og svo er hann alltaf með húfu á hausnum ! Þar sem að ég er fljótari að prjóna húfu en sokka ákvað ég í gærkvöldi að nýta bara léttlopann sem mamma gaf mér fyrir mörgum árum og redda einni afmælisgjöf..... snillingurinn ég gleymdi því hvað ég prjóna fast og er því komin með 3 húfur.... voru alltaf of litlar... ég rakti reyndar alltaf upp þannig að þessar þrjár eru í einni....slappur árangur það! Lopahúfa í sumarbyrjun er kannski ekki alveg besta gjöf í heimi en hann Halldór frændi á allt sem hann vill eiga, held ég... Hann á vörubíl, hús, hesthús og fjárhús.... sniðugt bara að prjóna handa honum af hans eigin framleiðslu.... ULL þið sem ekki fattið hvað ég er að fara. Afmælið er í kvöld og húfan bíður á borðinu eftir að vera pakkað inn voða fínt. (ef afmælið væri ekki í kvöld hefði ég sko ekki nennt að ganga frá endum) þetta skilja bara prjónakellurnar sem lesa þetta.
Annars er allt gott að frétta af okkur hérna í Þorlákshöfninni, einhverjir lásu bloggið mitt í gær og hringdu svo í mig! Halló gaman að heyra í ykkur og allt það en þið getið líka skrifað comment á síðuna mína :=) símtölin voru eitthvað á þessa leið "Hva ætlaru í alvöru að fara til Danmerkur með ÖLL börnin"!
Auðvitað fer ég með öll börnin mín þau eru á mína ábyrgð!
ekki eins og ég segji bara ugla sat á kvisti... átti börn og missti.... eitt,tvö,þrjú og þú varst úr!
það er ekkert takmark á hvað má hafa með sér mörg börn til Danmerkur. :=) sjúkket!!! annars væri ég í slæmum málum.
Nú ætla ég að gera mig klára fyrir afmælið, fara í bað og svoleiðis.... þó mig langi nú mest til að leggjast út á pall og ná mér í svolítið sólarofnæmi.... litlar ógeðslegar bólur sem klæjar í. En því fyrr sem ég fer í sólina því fyrr jafna ég mig á þeim.... ekki eins og aumingja nafna mín í Mosó sem fær ofnæmi í gegnum föt og allt og þarf helst að vera undir sæng þegar það er svona gott veður ! smá fúlt maður!

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Danmörk jeah!

Kallinn tók svona líka rosalega vel undir með að fara í nám til Danmerkur! Selja bara allt draslið hérna og fara haustið 2006. Ferma grisling nr2 og fara svo.
Lagði til við Magnþóru að skella sér með okkur. Hún getur tekið framhaldsskólakennsluréttindi og stjórunun, komið heim og tekið við skólastjórastöðunni hérna í Þorlákshöfninni. Bjössi gæti lært arkitektúr eða byggingaverkfræði, hann er svo helvíti klár smiður og góður í að teikna og pæla. Fínt að fara bara með öll börnin í Eyjahrauninu til Danaveldis !

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Alltaf stuð

skrapp áðan í kaffi í Golfskálann til Magnþóru. Hún ætlar að "eyða" sumrinu þar... held hún breytist í golfara! Þarf að læra nýtt tungumál og allt.
Talaði við Þórunni Hilmu í dag, við erum að spá í að skella okkur með karlana í nám til Danaveldis á næsta ári ( þeir eiga eftir að svara okkur) við ætlum hins vegar að ENJO-ast þar! Daninn alltaf að tala um umhverfisvernd og umhverfisvænt...... svo ENJO-ast þeir ekki !!!! þvílíkir b........ við stefnum að því að breyta þessu.
Ef fleiri vilja slást í hópinn er það bara fínt..... Sigrún Hrund er meira að segja komin til Danmerkur !
Annars er lítið að frétta ... helv... rigningin tók upp á því að rennbleyta þvottinn á snúrunni hjá mér rétt á meðan ég fór í kaffi til Magnþóru.

mánudagur, apríl 25, 2005

smá kennsla

Ég skellti mér til Magnþóru áðan til að læra eitthvað á þetta, er soddans risaeðla.
Kannski ekki skrýtið að sonurinn sé hrifinn af risaeðlum!
Ég verð nú einhverja mánuði að læra að nota þetta dót...
ég verð sennilega bara að ættleiða Magnþóru á meðan. Kallinn hefur ekki þolinmæði til að kenna mér, "ég" er víst svo óþolinmóð.

bla