Það er ekkert smá heitt úti ! Sat á pallinum og prjónaði eina húfa (úr lopa) og er að drepast, bæði úr hita og lopaeitrun.... Hvernig datt mér í hug að prjóna þessa húfu?
Jú mig vantaði sextugsafmælisgjöf handa frænda í sveitinni..... hvað á að gefa körlum sem eiga allt ? Ég og mamma komumst að því að hann hlyti að nota sokka eins og annað fólk (nema ég) og svo er hann alltaf með húfu á hausnum ! Þar sem að ég er fljótari að prjóna húfu en sokka ákvað ég í gærkvöldi að nýta bara léttlopann sem mamma gaf mér fyrir mörgum árum og redda einni afmælisgjöf..... snillingurinn ég gleymdi því hvað ég prjóna fast og er því komin með 3 húfur.... voru alltaf of litlar... ég rakti reyndar alltaf upp þannig að þessar þrjár eru í einni....slappur árangur það! Lopahúfa í sumarbyrjun er kannski ekki alveg besta gjöf í heimi en hann Halldór frændi á allt sem hann vill eiga, held ég... Hann á vörubíl, hús, hesthús og fjárhús.... sniðugt bara að prjóna handa honum af hans eigin framleiðslu.... ULL þið sem ekki fattið hvað ég er að fara. Afmælið er í kvöld og húfan bíður á borðinu eftir að vera pakkað inn voða fínt. (ef afmælið væri ekki í kvöld hefði ég sko ekki nennt að ganga frá endum) þetta skilja bara prjónakellurnar sem lesa þetta.
Annars er allt gott að frétta af okkur hérna í Þorlákshöfninni, einhverjir lásu bloggið mitt í gær og hringdu svo í mig! Halló gaman að heyra í ykkur og allt það en þið getið líka skrifað comment á síðuna mína :=) símtölin voru eitthvað á þessa leið "Hva ætlaru í alvöru að fara til Danmerkur með ÖLL börnin"!
Auðvitað fer ég með öll börnin mín þau eru á mína ábyrgð!
ekki eins og ég segji bara ugla sat á kvisti... átti börn og missti.... eitt,tvö,þrjú og þú varst úr!
það er ekkert takmark á hvað má hafa með sér mörg börn til Danmerkur. :=) sjúkket!!! annars væri ég í slæmum málum.
Nú ætla ég að gera mig klára fyrir afmælið, fara í bað og svoleiðis.... þó mig langi nú mest til að leggjast út á pall og ná mér í svolítið sólarofnæmi.... litlar ógeðslegar bólur sem klæjar í. En því fyrr sem ég fer í sólina því fyrr jafna ég mig á þeim.... ekki eins og aumingja nafna mín í Mosó sem fær ofnæmi í gegnum föt og allt og þarf helst að vera undir sæng þegar það er svona gott veður ! smá fúlt maður!