mánudagur, júní 19, 2006

fænalí...

sólin búin að glenna sig tvo daga í röð! Golfararnir búnir að streyma að úr öllum áttum og skemmta sér vel. Gátu loksins sleppt regngallanum og regnhlífinni og einbeitt sér að sveiflunni! Búið að vera nokkuð mikið að gera hjá mér í samræmi við veðrið :=)

Ljúfan mín er farin til Englands, ég fór nú bara að skæla þegar ég talaði við hana í síðasta sinn þann 16.júní á afmælinu hennar... hún fór 17.júní, óska henni velfarnaðar í útlandinu og hlakka til að kíkja á hana (vonandi í jólafríinu).

Magnþóra er þrítug í dag, hún á líka ullarbrúðkaupsafmæli! til hamingju með daginn elsku vinkona... það bjargaði alveg deginum hjá mér að geta knúsað þig aðeins í morgun áður en haldið var til vinnu! Hlakka til að hitta þig á laugardagskvöldið og vonandi fyrr líka.

miðvikudagur, júní 14, 2006

Ég er orðin leið á...

þessari rigningu og roki. Komið nóg TAKK !

laugardagur, júní 10, 2006

Komin með Sýn...

í skálann hjá mér! Nú geta karlarnir spilað golf á milli leikja og fengið sér öl. Hafðist eftir miklar tilfæringar að ná útsendingunni, en virkar svona líka rosalega vel. Þeir eru ánægðir sem komið hafa í kvöld að geta kíkt á stöðuna eftir 9 og aftur eftir 18.
Alltaf gaman að gleðja aðra ;=)

mánudagur, júní 05, 2006

Litla systir á afmæli í dag og...

er loksins komin með bílpróf! Til hamingju með daginn dúllan mín og gangi þér vel í umferðinni.

Hlakka til að sjá þennan á ferðinni.

sunnudagur, júní 04, 2006

You Are Apple Pie

You're the perfect combo of comforting and traditional
Those who like you crave security

You Belong in Amsterdam

A little old fashioned, a little modern - you're the best of both worlds. And so is Amsterdam.
Whether you want to be a squatter graffiti artist or a great novelist, Amsterdam has all that you want in Europe (in one small city).

Your Emoticon Is Laughing

You've got a wicked sense of humor. You're everyone's favorite IM buddy... at least today!

Your Birthdate: April 24

You understand people well and are a natural born therapist.
A peacemaker, people always seem to get along when you are around.
You tend to be a father or mother figure to friends, even to those older than you.
You enjoy your role, and you find that you are close to many people.

Your strength: Your devotion

Your weakness: Reliance on others for happiness

Your power color: Lilac

Your power symbol: Heart

Your power month: June

You Are 40% Weird

Normal enough to know that you're weird...
But too damn weird to do anything about it!

Mikið að gera...

hjá mér núna því ég var að taka að mér veitingarekstur í golfskála. Þurfti að þrífa þvílíkt ógeðslegt eldhús (hlýtur einhver að hafa fengið matareitrun í fyrra) og koma öllu í gang. Er því búin að vera á hlaupum við þrif, vörupantanir og afgreiðslu. Ég hefði í raun ekki átt að opna fyrr en í næstu viku þegar ég væri búin að fá vörur. Hins vegar lá á að opna því búið var að bóka mót á vellinum. Svo auðvitað reddaði ég mér fyrir horn. Sagði golfurum bara að það væri takmarkað úrval í bili og BROSTI svo bara! Þá var allt í lagi... hlakka samt til þegar ég verð komin með einhverjar vörur til að selja!

Ef þú þekkir mig eitthvað þá ertu velkomin í kaffi til mín í skálann. Verð víst lítið heimavið í sumar, yngri börnin tvö farin í sveitina til ömmu og afa og unglingarnir vinna í humrinum og hjálpa svo mömmu sinni í skálanum. Veit ekki hversu tíðar færslur verða hér í sumar en svona er það bara :=)