fimmtudagur, ágúst 30, 2007

í dag...

lærði ég t.d. að FK+BK=HK og FEK=FK/M og BK=BEKxM
svo kom runa af svona dóti og stöfum sem við eigum að læra og setja svo í kassa og línurit...
til að útskýra betur námsefnið fyrir okkur nemendunum þá eru skýringamyndir í kennslubókinni - við skildum þær ekki!
Mér sýnist á öllu að ég eigi eftir að skemmta mér vel í skólanum í vetur...

er kostur að vera nemandi...

í vor voru kosningar framundan og við fengum tússpenna gefins í skólanum merkta xS ásamt blöðrum og öðrum óþarfa. Í dag var mér gefin stílabók, penni og reiknivél af starfsmanni Spron... alltaf að græða maður, alltaf að græða!

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Rigning, meiri rigning...

og ég hélt ég gæti farið snemma heim! En hér spila golfarar í grenjandi rigningu og eru barasta hæstánægðir með það! Ég sit hins vegar inni og les skólabækurnar- ótrúlega erfitt að byrja aftur í skólanum... enda frekar leiðinleg fög á þessari önn.

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Vetrar prógram...

að hefjast. Ég er ekki alveg að nenna því strax enda fullt að gera í vinnunni ennþá.

Vallarstjórinn minn grillaði fyrir okkur í gærkvöldi besta kjöt sem ég hef bragðað- hrein snilld! Mæli með að allir prófi að borða Bamba.
Það verður ekki meira sagt að sinni þar sem kellan er töluvert "slöpp" í dag.

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Í gær ...

upplifði ég einhverja verstu tilfinningu sem ég hef fundið.
Í dag líður mér eins og ég hafi lent undir trukk sem keyrði fram og til baka yfir mig.

Mig langar til að sofa í dag - ég er ógeðslega þreytt!

færsla 2. í dag
Stjörnuspá dagsins: Þú ert viðkvæmari en vanalega. Þér fyndist það fínt ef fólk væri hljóðlátara, betri hlustendur og brygðist fljótar við beiðnum þínum. Njóttu þess að vera einn.

verst að ég skuli vera föst í vinnunni frá 9 - 22 í dag, með troðfullann völl af fólki... hefði svo verið til í að fara heim að sofa - eða í tjaldvagninn sem stendur og bíður eftir mér hérna við hliðina á kofanum!

sunnudagur, ágúst 12, 2007

Að ósk kærustunnar

bæti ég inn myndunum þar sem ÉG lenti sjálf í karinu...
að vísu var annar undir svo ég slapp nokkuð vel!
ofaní fór ég þó...
og fékk fremur kalda brjóstastækkun...
en hann var þó undir og heldur blautari en ég... mér til mikillar gleði þar sem ísinn var farinn að bráðna heldur mikið í botninum.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Stundum vildi ég...

geta tekið á mig það sem öðrum hefur verið úthlutað í lífinu, sérstaklega þegar ungum einstaklingum er gert erfitt fyrir.
Stundum vildi ég að aðrir gætu tekið yfir hluta af því sem mér hefur verið úthlutað og er ekki alveg að höndla ... Já það væri gott að vera ráðarinn - alltaf!
Það er ótrúlegt hvað RW á það til að hitta í mark...
FEEL
Come and hold my hand
I wanna contact the living
Not sure I understand
This role I've been given

I sit and talk to God
And he just laughs at my plans
My head speaks a language
I don't understand

I just want to feel real love
Feel the home that I live in
'Cause I got too much life
Running through my veins
Going to waste

I don't want to die
But I ain't keen on living either
Before I fall in love
I´m preparing to leave her

I scare myself to death
That's why I keep on running
Before I've arrived
I can see myself coming

I just want to feel real love
Feel the home that I live in
'Cause I got too much life
Running through my veins

Going to waste
And I need to feel real love
And a life ever after
I cannot give it up

I just want to feel real love
Feel the home that I live in
I got too much love
Running through my veins
To go to waste

I just wanna feel real love
In a life ever after
There's a hole in my soul
You can see it in my face
It's a real big place

Come and hold my hand
I want to contact the living
Not sure I understand
This role I've been given

Not sure I understand
Not sure I understand
Not sure I understand
Not sure I understand
Robbie Williams

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Ég hafði víst sagt...

Bráðum ætla ég að setja inn myndir sem sýna hvað ég er rosalega góð og á fallegan en örlítið skakkan geislabaug! Svo hérna koma þær...

Við vorum að kasta ísmolum út í loftið og fólk frekar á varðbergi, það mætti halda að Dabbi þekki mig ekkert eftir tveggja ára samstarf!

Geislabaugurinn á sínum stað: "Hef ég einhvern tíma verið vond við þig?" " Ég ætla bara að knúsa þig"
Að sjálfsögðu trúði þessi elska mér og þá ...

skekktist geislabaugurinn aðeins ;o)