laugardagur, júlí 22, 2006

Fyrst var það tuðra og svo kúla...

Ég horfði á fótbolta allan júnímánuð, ekki það að ég hafi neinn sérstakan áhuga á fótbolta heldur var Tvíið í gangi fyrir strákana hérna í kofanum. Núna horfi ég á golf í júlí. Ok, ég vinn í golfskála en "common"! Ég verð örugglega komin með ógeð á hringlóttum hlutum í lok sumars... Annars er allt fínt að frétta af okkur familíunni, erum svona tvist og bast í sumar, sem betur fer eiga börnin góðar ömmur og afa sem leyfa þeim að vera heilu vikurnar í einu.(mamma alltaf í kofanum) Pabbinn er reyndar kominn í sumarfrí og skellti sér á smíðavöllinn með börnunum í gær. Það var rosalega gaman skildist mér sem sat(stóð) hér í kofanum mínum... Búið að vera fínt að gera síðan sólin fór að glenna sig! ég settist aðeins út í gær og fékk þetta líka yndislega sólarofnæmið, svo ég held mig innandyra á næstunni, óþolandi helv.. að vera með svona klikk húð! (kannski í stíl við restina af mér) En nú verð ég að hætta, hópurinn er að koma inn af vellinum og ég þarf að gefa að éta og drekka (skemmtilegur hópur sem drekkur slatta bjór og étur mikið) Money,money, money I'm coming honey!

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Allt á fullu...

hjá mér síðustu vikur. Meistaramóti loksins lokið eftir mikinn hasar og fjör síðustu viku, enda er orkan í lágmárki eins og er. Væri til í að sofa lengi, lengi næstu daga. En það er víst ekkert elsku mamma hér... Eða jú reyndar, elsku mamma kom og hjálpaði mér þvílíkt síðustu viku, væri sennilega dauð ef ekki væri fyrir darling múttu sem stóð vaktina með mér. Passaði að ég settist niður annað slagið og borðaði. Reddaði svo matnum með karlinum mínum á lokadegi mótsins þar sem ég endaði sem mótastjóri með öllu tilheyrandi... ótrúlega seig að ná mér í verkefni:=/ Annars hafa allir það fínt. Yngri börnin tvö voru á útivistarnámskeiði hjá skátunum og fóru svo í útilegu að Úlfljótsvatni, þvílíkt stuð og vilja fara aftur. Vilja samt líka fá að vera eitthvað heima hjá sér! Þau neita orðið að fara á fætur nema vera fullviss um að þau þurfi ekki að fara með foreldrunum í bæinn eða eitthvað... Sonurinn er eins og vængbrotinn fugl eftir að besti vinurinn fór af landi brott, rölti framhjá húsinu "hans" um daginn og setti upp sorgarsvip: "mamma, hér er enginn Leifur lengur". Ég var sennilega með sama svip og barnið þegar ég svaraði, nei og engin Ljúfa heldur!

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Í kofann er...

kominn lítill krúttlegur hvolpur... sem neitar að fara út í þessa rigningu með eigandanum! Mjög skynsamur hundur það. Hann Tinni litli vill bara vera inni og liggja undir borði hjá okkur sem höfum vit á því að vera ekki að þvælast úti í kolvitlausu veðri. Það er annars ótrúlegt að í dag skuli vera 4.júlí þegar litið er út um glugga, grenjandi rigning og rok eins og á fínasta haustdegi. Ég auglýsi hér með eftir sumari á sportprís!

mánudagur, júlí 03, 2006

fátt um fína...

*rætti hér síðustu daga eða vikur. Er búin að vera í vinnunni allan sólarhringinn síðustu dag svo gott sem. Mótið í gær tókst mjög vel (enda ég að skipuleggja að mestu í samvinnu við vallarstjórann). Fokkaðist eitthvað aðeins í lokinn en það var að sjálfsögðu ekkert sem snéri að mér ;=)
Nú verður sennilega þokkalega annasöm vika því meistaramót eru í gangi hjá flestum klúbbum þessa viku og koma þá margir til okkar að spila á meðan. Vikuna þar á eftir verður svo meistaramótið hjá okkur. Þá er ég að hugsa um að fá mér ferðarúm í skálann og láta setja upp sturtuaðstöðu svo ég þurfi ekki að keyra á milli staða ;=/ Hlakka samt ótrúlega til því það er alltaf svo gaman í kringum meistaramót...
enívei það væri gaman að sjá einhverja kíkja í kaffi til mín í skálann því ekki verð ég heimavið í sumar! Byrja svo í skólanum í ágúst, er samt ekki farin að hugsa svo langt ennþá (skálinn verður sennilega opinn fram í okt) einhvernveginn reddast þetta nú samt örugglega eins og alltaf hjá mér... slepp alltaf fyrir horn!