Fyrst var það tuðra og svo kúla...
Ég horfði á fótbolta allan júnímánuð, ekki það að ég hafi neinn sérstakan áhuga á fótbolta heldur var Tvíið í gangi fyrir strákana hérna í kofanum. Núna horfi ég á golf í júlí. Ok, ég vinn í golfskála en "common"! Ég verð örugglega komin með ógeð á hringlóttum hlutum í lok sumars... Annars er allt fínt að frétta af okkur familíunni, erum svona tvist og bast í sumar, sem betur fer eiga börnin góðar ömmur og afa sem leyfa þeim að vera heilu vikurnar í einu.(mamma alltaf í kofanum) Pabbinn er reyndar kominn í sumarfrí og skellti sér á smíðavöllinn með börnunum í gær. Það var rosalega gaman skildist mér sem sat(stóð) hér í kofanum mínum... Búið að vera fínt að gera síðan sólin fór að glenna sig! ég settist aðeins út í gær og fékk þetta líka yndislega sólarofnæmið, svo ég held mig innandyra á næstunni, óþolandi helv.. að vera með svona klikk húð! (kannski í stíl við restina af mér) En nú verð ég að hætta, hópurinn er að koma inn af vellinum og ég þarf að gefa að éta og drekka (skemmtilegur hópur sem drekkur slatta bjór og étur mikið) Money,money, money I'm coming honey!