miðvikudagur, nóvember 29, 2006
viðbrögðin við heimsókn minni í dag. Alltaf gott þegar það gerist. Vona að framkvæmdir verði jafn góðar.
mánudagur, nóvember 27, 2006
Vegna óska ...
hef ég ákveðið að henda hérna inn nokkrum orðum svona til að fyrirbyggja þann misskilning að ég sitji heima og bölvi betu ennþá! Ég veit ekki betur en að kvikindið virki, annars kemur það í ljós þegar ég reyni að koma þessari færslu inn.
Núna er síðasta vikan í skólanum, svo eru prófin í næstu viku = Jólafrí 8. des. Ég hlakka ótrúlega mikið til... því þá ætla ég að föndra og þvælast í kaffi hingað og þangað.
Annars er ekkert að frétta ... jú, ég er búin að taka að mér Golfskálann aftur næsta sumar!
Ef ykkur vantar sumarvinnu endilega látið mig vita, ég ætla ekki að standa í þessu ein aftur... því þá dett ég sennilega niður dauð ;=)
Núna er síðasta vikan í skólanum, svo eru prófin í næstu viku = Jólafrí 8. des. Ég hlakka ótrúlega mikið til... því þá ætla ég að föndra og þvælast í kaffi hingað og þangað.
Annars er ekkert að frétta ... jú, ég er búin að taka að mér Golfskálann aftur næsta sumar!
Ef ykkur vantar sumarvinnu endilega látið mig vita, ég ætla ekki að standa í þessu ein aftur... því þá dett ég sennilega niður dauð ;=)
mánudagur, nóvember 20, 2006
helvítis blogger drasl...
var að skipta yfir í Betu, gekk ekki alveg sem skyldi! En það er í stíl við annað hjá mér. Eins gott að Kærastan sat hjá mér, annars hefði tölvan flogið út um gluggann!
Sjáum til hvað gerist á næstu dögum...
kærastan vill að ég taki það fram að ég lærði html á 5 mínútum! Enda er ég svo rosalega klár að það er hættulegt.
Sjáum til hvað gerist á næstu dögum...
kærastan vill að ég taki það fram að ég lærði html á 5 mínútum! Enda er ég svo rosalega klár að það er hættulegt.
þriðjudagur, nóvember 14, 2006
Hvað á barnið að heita ...
...og hver ræður því? Ótrúlegt að aðilar úti í bæ ráði hvað börn eru nefnd. En hverjum datt í hug að tala um börn sem frumburði og örverpi?
Stóra barnið mitt...
er sautján ára í dag!
Hún er líka alveg að fá bílpróf, svo held ég að hún sé bara að verða fullorðin.
jæks- pabbi hennar er að verða gamall!
Hún er líka alveg að fá bílpróf, svo held ég að hún sé bara að verða fullorðin.
jæks- pabbi hennar er að verða gamall!
mánudagur, nóvember 13, 2006
Litli gullpungurinn...
er að spila tölvuleik, allt í einu heyrist hróp :"Ég er snillingur!"
Alltaf gaman þegar börnin hafa rétt fyrir sér.
Alltaf gaman þegar börnin hafa rétt fyrir sér.
laugardagur, nóvember 11, 2006
gengur hægt en kemur...
að setja gólflistana á. Sennilega af því að ég þoli ekki snúrur og það þarf að fela þær allar á bak við listana. símasnúrurnar eru að verða komnar á sinn stað (ég þarf að hafa þær á ákveðnum stöðum)svo ekki sjáist í þær nema rétt út úr vegg. Hefði verið auðveldara ef rafmagn væri ekki allt utaná liggjandi í húsinu! Helvítis hönnnargalli hjá þeim sem henti upphaflega upp kofanum. En hvað um það húsið mitt skánar með hverjum deginum.
Ég er búin að kaupa tvo nýja bókaskápa í viðbót við þá sem til voru og taldi mig eiga aukapláss fyrir nokkrar nýjar um jólin, en ó nei, sennilega þarf ég að kaupa fleiri skápa til að koma fyrir þeim bókum sem til eru! Samt er ég búin að taka í burtu allar smábarnabækurnar sem enginn les lengur. Sennilega væri gáfulegast að byggja bókasafn í garðinum, nógu stór er hann allavega.
Gardínurnar í stofunni eru komnar upp og taka sig bara vel út. Hlakka svo til þegar þetta verður búið, reyndar búið að panta málun á þremur svefnherbergjum fyrir jól og svo er geymslan ennþá í drasli, svo við sjáum til hvernig framhaldið verður.
Við fórum svo á ruslahaugana í dag með loftárásardótið sem var fyrir framan hús! Þvílíkur munur að losna við þetta dót í burtu. Nú þarf bara að telja allar plastflöskurnar og koma þeim í endurvinnslu (það er svo leiðinlegt verk).
Nú ætla ég að senda karlinn minn af stað í strákapartí hjá Bjössa sem verður þrítugur þann 14. nóv. nk eins og stóri unglingurinn minn sem verður 17. ára!
Ég er búin að kaupa tvo nýja bókaskápa í viðbót við þá sem til voru og taldi mig eiga aukapláss fyrir nokkrar nýjar um jólin, en ó nei, sennilega þarf ég að kaupa fleiri skápa til að koma fyrir þeim bókum sem til eru! Samt er ég búin að taka í burtu allar smábarnabækurnar sem enginn les lengur. Sennilega væri gáfulegast að byggja bókasafn í garðinum, nógu stór er hann allavega.
Gardínurnar í stofunni eru komnar upp og taka sig bara vel út. Hlakka svo til þegar þetta verður búið, reyndar búið að panta málun á þremur svefnherbergjum fyrir jól og svo er geymslan ennþá í drasli, svo við sjáum til hvernig framhaldið verður.
Við fórum svo á ruslahaugana í dag með loftárásardótið sem var fyrir framan hús! Þvílíkur munur að losna við þetta dót í burtu. Nú þarf bara að telja allar plastflöskurnar og koma þeim í endurvinnslu (það er svo leiðinlegt verk).
Nú ætla ég að senda karlinn minn af stað í strákapartí hjá Bjössa sem verður þrítugur þann 14. nóv. nk eins og stóri unglingurinn minn sem verður 17. ára!
sunnudagur, nóvember 05, 2006
búin að mála...
og vallarstjórinn minn búinn að setja parketið! Mamma kom svo í dag til að hjálpa mér að þrífa svefnherbergin svo börnin gætu komið heim. Næst er að ganga frá öllu dótinu og draslinu sem er út um allt. Fyrir utan húsið er eins og eftir loftárás, veggir, parket, gólfdúkur og kassar liggja í hrúgum. Hlakka svo til þegar þetta verður komið á haugana.
Meira síðar rafhlaðan er að klárast (sko á tölvunni, ekki mér!)
Meira síðar rafhlaðan er að klárast (sko á tölvunni, ekki mér!)
föstudagur, nóvember 03, 2006
Unglingurinn varð 14.ára í gær og...
skellti ég mér á Stælinn með börnin ásamt afanum. Karlinn farinn til Þýskalands og ég henti út parketinu í gær, málaði svo stofuloftið. Í dag þarf ég að ná mér í málningu, sækja parket og mála.
Hlakka svo til þegar ég get aftur hellt uppá kaffi,(eldhúsið er fullt af bókum).
Hlakka svo til þegar ég get aftur hellt uppá kaffi,(eldhúsið er fullt af bókum).
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
allt í gangi í einu hjá mér...
eins og venjulega. Í viðbót við daglega rútínu þá datt mér í hug um daginn að rífa veggfóðurs-ógeðið af stofunni og viðarþyljurnar af ganginum. Húsið sem sagt fokhelt! Nú er ég á fullu að sparsla og pússa bæði loft og veggi til að geta málað. Þar sem að þetta var ekki nóg fyrir mig þá fékk ég þá hugmynd að skipta um gólfefni í leiðinni,"hvort sem er allt í rúst". Eiginmaðurinn ekki mjög hrifinn af hugmyndinni enda leiðist honum svona stúss. En hann er að fara til Frankfurt á föstudagsmorgun og ég stefni að því að vera búin að mála og parketleggja þegar hann kemur heim á mánudaginn. Ef einhver finnur hjá sér óstjórnlega löngun til að heimsækja mig er hann velkominn (æskilegt að hann hjálpi)
Nú þarf ég víst að snúa mér skólanum því stærðfræðikennarinn er mættur ;=)
Nú þarf ég víst að snúa mér skólanum því stærðfræðikennarinn er mættur ;=)