laugardagur, maí 27, 2006

búin...

að kjósa!
Fór líka á þetta fína kaffihlaðborð hjá ex-bé og líka hjá Samfylkingunni. Lét alveg eiga sig að fá mér kaffi hjá Sjálfstæðinu... Það er því komið í ljós að ég er ekki eins og tengdapabbi og frændi, ekki heldur eins og pabbi! úbbs, var ég með sjálfstæðar skoðanir? getur það verið!
hvað er í gangi eiginlega?

föstudagur, maí 26, 2006

Held ég þurfi vítamín...

því ég er ekki að ná þeirri einbeytingu sem ég þarf. Er að druslast við að koma saman handbók og fréttabréfi fyrir vinnuna en gengur heldur hægt. Slatti búið en hellingur eftir líka. Er svo í ofanálag að renna út á tíma. Snúllan mín er heima allan daginn og vill að mamma leiki við sig. Reyni því að sinna vinnunni þegar tækifæri gefst... verður að hafa það þó ekki verði allt á réttum tíma. Börnin mín eru í forgang! Ég verð bara að fá karlinn til að hugsa um þau einn um helgina á meðan ég reyni að vinna. Ætla samt að taka mér pásu annaðkvöld og fara á kosningavöku í Ráðhúsinu, skilst að allir flokkar verði þar saman (bíð spennt eftir slagsmálum). En sennilega verð ég að láta mér nægja skítkast af hálfu stuðningsmanna D-listans, þeir eru einir um að vera í þeim gírnum fyrir þessar kosningar eins og síðast. Enda fá þeir ekki mitt atkvæði.

fimmtudagur, maí 25, 2006

Á leið í skóla...

Ég fer í MK í haust á viðskipta og fjármálabraut,eitthvað sem kallast skrifstofubraut. Hlakka svo til.
Ragnheiður fer í MK aftur því hún skipti um braut og fer nú á málabraut en setur bakaranámið á bið. Mjög sátt við það.
Birna Rut fer í 9.bekk, Snæfríður Sól fer í 5.bekk og Baldur Smári í 1.bekk þannig að ég fæ að fara 3xá allar skemmtanir í skólanum, er svo heppin að það er stigskipt skemmtun í skólanum. Til frekari útskýringar: jólahátíð er á elsta stigi, miðstigi og yngsta stigi og ég á börn á öllum stigum svo ég fæ að fara þrjár vikur í röð og horfa á ALLA nemendur skólans sýna leikrit, syngja ofl. Síðan er Árshátíð sem er með sama fyrirkomulagi. (ég slapp með tvær ferðir í vetur)
Sandra Ósk systir er búin að fá svar og kemst að á Bifröst í vetur! Frábært hjá henni dúllunni. Vona að henni gangi vel.
Stefnum svo á Danmörku eftir tvö ár þegar ég hef lokið mínu námi, Birna Rut búin með 10.bekk og allir geta fundið sér eitthvað skemmtilegt að gera í baunaveldi.

laugardagur, maí 20, 2006

Aðgerðin gekk...

vel og snúllan mín komin heim. Hún er ótrúlega dugleg, samt óskaplega döpur. Var ekki svona döpur eftir hinar aðgerðirnar en jafnar sig vonandi fljótt. Sævar læknir sagði allt hafa gengið mjög vel og verið minnsta aðgerðin af þessum þremur. Nú vonum við bara að framhaldið gangi eins vel. Hún svaf nokkuð vel í nótt og morgun, er rosalega bólgin (miklu meira en síðast, finnst mér) en vonandi er allt í lagi. Við eigum svo að hitta lækninn aftur á mánudag.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Dagurinn fór í bið...

eftir þremur læknum sem spurðu allir sömu spurninganna og fylltu út eins eyðublöð! Er ekki hægt að hafa helv.. blöðin í þríriti, svo maður þurfi ekki að hanga á spítalanum heilan dag til að svara 6 spurningum 3x. Læknarnir gætu svo komið saman á einn stað og skoðað sitt eintak hver af þríritinu... Myndatakan gekk vel og við eigum að koma aftur kl 11 í fyrramálið og aðgerðin verður kl 12 á hádegi... aumingja barnið verður að vera fastandi frá miðnætti í kvöld.

Silvía Nótt brilleraði í kvöld eins og við var að búast... bara snilld að hanga í karakter svona lengi og fá alla þessa athygli! geggjað að geta pirrað fólk svona niður í rassgat!

miðvikudagur, maí 17, 2006

Sooo glöð...

því ég fékk inni í MK í vetur. Inga fagstjóri hringdi áðan til að segja mér það og fá smá viðbótarupplýsingar. Ég held ég sé jafn spennt og sonurinn sem er að byrja í 1.bekk. Hann var einmitt í vorskólanum á mánudag og þriðjudag - rosalega gaman! Fannst samt að hann ætti að vera læs eftir þessa tvo daga!
Það verður því öll fjölskyldan í skóla næsta vetur, nema pabbinn hann verður að vinna (fær að fara í skóla í Danmörku bráðum) enda er hann búinn að vera svo mikið í skóla...

mánudagur, maí 15, 2006

Komið á hreint...

að aðgerðin verður á föstudag. Sneiðmyndataka og læknahittingur á fimmtudag síðan aðgerðin á föstudagsmorgun! Snúllan mín ákaflega ánægð með að ná samt að fara í bekkjarferðina á morgun...
Það hafði greinilega áhrif að senda bréfið á heilbrigðisráðherra, því ráðuneytisstjórinn hringdi sem sagt út um allar trissur til að komast að því hvers vegna barnið var ekki komið í aðgerð fyrr. Gott að vita að einhverjir vinna vinnuna sína vel... sennilega er best að vera ákveðinn!

Loksins...

er komið pláss fyrir dótturina í aðgerð! Spurning hvort það hafði einhver áhrif að pabbinn skrifaði heilbrigðisráðherra bréf, allavega hringdi ráðuneytisstjórinn í hann í morgun og svo hringdi læknirinn í hádeginu og sagði okkur að við værum að öllum líkindum komin með pláss á miðvikudaginn! Bíð nú bara eftir staðfestingu frá sjúkrahúsinu...

laugardagur, maí 13, 2006

jahá svo ég er strákur ... kemur á óvart ..not...

You Are 100% Boyish and 0% Girlish

You have a tough exterior - and usually a tough interior to match it.
You're no nonsense, logical, and very assertive.
Sometimes you can't understand women at all, even if you're a woman yourself.
You see things rationally, and don't like to let your emotions get the best of you.

föstudagur, maí 12, 2006

Enn bíðum við eftir sjúkrahúsvist...

og erum að verða frekar leiðar. Náðum samt að halda upp á afmæli á réttum degi. Snúllan varð 10 ára 10 maí og bauð 10 krökkum í afmæli. Það var heljarinnar stuð og allir kátir og glaðir. Svo kom amma Birna um kvöldið drekkhlaðin gjöfum, ný komin frá Búdapest. Nú má sko eitthvað fara að gerast í sambandi við aðgerðina! Við erum orðnar frekar leiðar á þessari bið mæðgurnar og blessað barnið að verða hálf niðurdregið, hún er svo kvíðin að það hálfa væri nóg. Er að spá í að hringja í Bónusfeðgana og ath hvort þeir redda ekki starfsfólki á sjúkrahúsið fyrir mig, en sennilega væri réttara að tala við Björgólfsfeðgana þeir eiga líka skítnóg af peningum!

mánudagur, maí 08, 2006

Get ekki sofið...

þó svo myrkratjaldið sé fyrir glugganum. Ástæðan gæti auðvitað verið sú að ég er með tölvuna uppi í rúmi hjá mér! En ég þarf eitthvað lítið að sofa þessa dagana (næturnar), er þó vanari því að geta ekki vakað.
Í dag fengum við foreldrastóðið í afmæliskaffi því snótin verður 10 ára 10 maí. Nema mömmu og fóstra - þau skelltu sér til Búdapest í tilefni þess að mútta er fimmtug í dag 7 maí(reyndar kominn 8 þegar þetta er skráð).
Við erum enn að bíða eftir tímasetningu á aðgerðina fyrir snótina og vonum að það farað koma að þessu, til að geta verið eitthvað úti að leika í sumar (tekur slatta tíma að jafna sig og mega leika)
Ætla að lesa smástund og athuga hvort ég sofna ekki(ósennilegt því ég er að lesa svo skemmtilega bók-Alkemistinn eftir Paulo Coelho). Ein af þessum bókum sem mér var bent á um daginn, fór með listann á bókasafnið og sótti allar bækurnar. Hef nóg að lesa á næstunni sem er eins gott því ekki sef ég!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Bið, bið, bið...

endalaus bið. Við höfum ekki fengið upplýsingar um hvenær snótin fer í aðgerðina, en vitum að það verður ekki í þessari viku... sennilega 8-12 maí. Ætlum því að hafa afmælisveislu um helgina því snótin verður 10 ára 10 maí. Verður sennilega á spítalanum þá.

Nafna mín átti 3ja ára afmæli í gær og var með heljarinnar veislu, til hamingju með daginn dúllan mín!

Við hjónin erum aftur farin að huga að Danaveldi, spáum orðið verulega í að fara eftir 2 ár. Þurfum svo langa meðgöngu áður en við tökum stökkið... fáum ekki góðar undirtektir frá fjölskyldu og vinum... en Danmörk er nú ekki svo rosalega langt í burtu - við gætum alltaf valið Ástralíu!