fimmtudagur, júní 21, 2007

baðið reyndist...

ekki eins hættulegt og ég hélt! Heldur er það nýrnasýking + steinar í nýrum sem er að hrjá mig. Var heima í nótt eftir að hafa verið á sjúkrahúsi nóttina áður. Verð að segja að ég vildi heldur fæða BÖRN en að ganga í gegnum þetta aftur og er ekki afstaðið enn. Ég fékk þau ráð með mér heim að drekka mikinn vökva og borða verkjalyf... spurning hvort þessi vökvi breytist ekki úr vatni í viskí fljótlega ef þessir verkir fara ekki að hætta!

Mér finnst viskí að vísu vont en mér yrði sennilega sama um verkina ;o)

mánudagur, júní 18, 2007

Óþolandi verkur...

í bakinu á mér sem ég losna ekki við. Sjálfsagt þarf ég að kíkja til sjúkraþjálfara áður en ég verð endanlega klikk! Já það getur verið stórhættulegt að fara í bað - eða detta úr út því!

Ég komst loksins til að skoða nýjasta fjölskyldumeðliminn í dag, ótrúlega fallegur drengur sem hún frænka mín eignaðist 9. júní, til hamingju Eva Dögg!

föstudagur, júní 15, 2007

Greinilegt að ég er farin í dalinn!

Enda engar færslur verið hér síðan... Það er búið að vera hreint ótrúlega mikið um að vera hérna í kofanum og auðvitað næsta nágrenni þar sem menn og konur hamast við að koma litlum, í flestum tilfellum hvítum bolta, ofan í holu aftur og aftur... furðuleg íþrótt.

Börnin mín litlu eru forfallnir golfsjúklingar þessa dagana og eru á æfingum hjá kennara frá 13 -16 alla virka daga og svo aftur frá 17-19 tvisvar í viku! Þess á milli eru þau að æfa sveifluna og púttin... Guttinn hamast við að æfa því hann ætlar að vinna vallarstjórann í sumar á meistaramótinu! Verst að þeir skuli ekki keppa í sama flokki (hehe). Sennilega verð ég að fá stjórann til að spila með guttanum á litla vellinum. (allt gert fyrir gullpunginn minn).

Ljúfa er komin heim frá Englandinu og tókst mér að hitta aðeins á hana fyrir viku síðan eða svo (viku eftir að hún hringdi), Kærustuna sá ég í mýflugumynd á mánudag og rændi þá eldri syni hennar en stefni að því að skila honum á morgun... Stelpur mínar þið ratið nú alveg hingað í kofann er það ekki ?

Reyndar hefur Kærastan komið tvisvar í sumar sem er helmingi oftar en síðasta ár!

Frú Grú þú veist hvað þú getur gert þegar þér fer að leiðast að vera ein heima! Hér er sko alltaf til nóg af kókakóla ;o)